18.03.1931
Neðri deild: 27. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í D-deild Alþingistíðinda. (542)

152. mál, sala og afnotagjald viðtækja

Lárus Helgason:

Það myndi gleðja mig, ef sú saga, sem hv. 2. þm. Rang. hafði eftir útvarpsstjórninni um hið ágæta og laga verð á viðtækjum, reyndist sönn. En ég hefi ekki orðið var við það, að hægt væri að nota ódýrari tæki en allt að 400 kr. í Skaftafellssýslu, og eru þó mörg héruð fjær Reykjavík. Þessi 100 kr. tæki, sem hv. þm. talaði um, munu vera tveggja lampa tæki, sem vantar batterí, hátalara o. s. frv., nema það sé þá mjög nýlega, að þessi ágætu kaup hafa verið í boði. En hingað til hefir verðið verið svona hátt. Þegar lagt er saman verð viðtækisins sjálfs, batterí, sem þurfa mörg á ári, og afnotagjald, þá verður kostnaðurinn við útvarpsnotkun ekki minni en 400 kr. fyrsta árið.