03.03.1931
Efri deild: 14. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í D-deild Alþingistíðinda. (616)

59. mál, ábyrgð ríkissjóðs fyrir viðskiptum við Rússland

Jón Þorláksson:

Ég get tekið undir ummæli hv. þm. Snæf. um það, að nú á síðustu árum er komið æðilangt — og miklu lengra en nokkru sinni áður –út á þá braut að leggja ríkissjóð í ábyrgðir, og það er sjálfsagt á sumum sviðum komið of langt. En hér er alveg nýtt atriði á ferð. Ég veit ekki til þess, að ríkissjóður hafi yfirleitt verið látinn takast á hendur ábyrgð á öðru en fyrir innlendar stofnanir. En hér er farið fram á að taka ábyrgð á víxlum fyrir rússnesku stjórnina, eða ábyrgð á því, að rússneska stj. standi við sína greiðsluskyldu. Þetta er alveg nýtt atriði. Jafnvel þótt sjálfsagt megi segja, að léttúð hafi sýnt sig stundum áður í slíkum málum, þá er hér farið ú fyrir það, sem annars hefir gilt um ábyrgðir ríkissjóðs.

Ég get fallizt á, að málinu sé vísað til n., og í n. verður hægt að gefa hv. þm. Ak. kost á að skýra, hvernig hann vill láta landið græða 8,50 kr. — 1700 þús. kr. á 200 þús. tunnum — á hverri tunnu, sem seld verður til Rússlands. Þá verða menn að fá meira fyrir innihaldið en 5,50 kr., sem sagt er að sé greitt nú.