20.03.1931
Efri deild: 29. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í D-deild Alþingistíðinda. (675)

140. mál, skekkjur í bráðabirgðauppgerð ríkissjóðs árið 1930

Fyrirspyrjandi (Jón Þorláksson):

Það er nú komið á 4. ár, sem núv. stj. hefir stýrt fjármálum landsins, og eru komin fram nokkur gögn viðvíkjandi fjármálastjórn þriggja áranna, fullsaminn og samþ. landsreikningur fyrir 1928, landsreikningur fyrir 1929 eins og stj. hefir gengið frá honum, en ekki úrskurðaður af Alþingi ennþá, og loks bráðabirgðauppgerð núv. fjmrh. á tekjum og gjöldum ríkissjóðs 1930, sem hann las upp við 1. umr. fjárlaganna í Nd. og birt hefir verið á prenti.

Eitt af því fyrsta, sem eftirtekt mína vakti við þessar þrjár skilagreinir, er það, að allar telja þær fram tekjuafgang, þannig:

Landsreikningur 1928 .. kr. 1078533.52

Frv. stj. að landsr. 1929 — 928437.08 Bráðabirgðauppgerð

fjmrh. 1930 ............ — 81933.00

Eftir þessu mætti ætla, að ríkisskuldir hefðu farið minnkandi á þessu þriggja ára tímabili, því að öllum er vitanlegt, að í greindum gjöldum eru innifaldar afborganir af samningsbundnum lánum, sem nema kringum 700 þús. kr. árlega. Hefði lækkun ríkisskulda því átt að nema a. m. k. 2 millj. kr. á þessu þriggja ára tímabili, og svo ætti tekjuafgangurinn annaðhvort að koma fram í aukinni sjóðseign eða í ennþá frekari lækkun skulda. En nú er það fyrir löngu vitanlegt, að skuldirnar hafa ekki minnkað, heldur aukizt, og það stórkostlega. Það hlýtur því að vera eitthvað bogið við þessar skilagreinir.

Nú er landsreikningurinn fyrir 1928 auðvitað réttur. Ágreiningslaust samþ. Alþingis eftir ágreiningslausum tillögum yfirskoðunarmanna er lögfull sönnun þess, að hann er réttur. En þegar ég fyrir nokkrum mánuðum fékk í hendur frv. stj. að landsreikningi fyrir 1929, þótti mér það undarlegt, að ég fann þar ekki allstórar gjaldaupphæðir, sem ég átti von á, kostnað við fyrirtæki og mannvirki, sem ég vissi, að höfðu verið í smíðum á árinu 1929. Ég vissi, að stj. var í árslok 1929 komin talsvert á veg með byggingu síldarverksmiðju á Siglufirði, en fann engan kostnað við það verk talinn í frv. Ekki heldur neinn kostnað við byggingu skrifstofuhúss á Árnarhóli, sem þó var komin langt á veg um áramótin. Ekki heldur til nýja vegarins til Þingvalla, sem mun þó hafa verið talinn nálega fullgerður í árslok 1929. Út af þessu gerði ég fyrirspurn til þess þingkjörna yfirskoðunarmanns landsreikninganna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði kosið, hr. Magnúsar Guðmundssonar, 1. þm. Skagf., og tjáði hann mér, að þessar upphæðir — auk ýmsra smærri — hefðu verið greiddar úr ríkisfjárhirzlunni á árinu 1929, án þess að vera taldar með gjöldum í frv. stj. til landsreiknings fyrir það ár:

Til síldarverksmiðju á Siglufirði ................................

kr. 450174.90

Til nýja Þingvallavegarins ......................................

— 253380.98

Til byggingar landsspítala ......................................

— 225000.00

Til skrifstofubyggingar á Arnarhvoli ............................

— 115000.00

Samtals

kr. 1043555.88

Séu þessar upphæðir taldar til gjalda á landsreikningi árið 1929, svo sem rétt virðist, verður enginn tekjuafgangur á reikningi þess árs, heldur nokkur tekjuhalli. Enda er það vitanlegt, að á því ári tók stj. reikningslán til bráðabirgða hjá Barclays Bank í London, sem mátti verða allt upp í 250 þús. sterlingsp., og hafði í árslok 1929 notað ef þessu láni 116 þús. sterlingsp., eða ísl. kr. 2569404.24, eftir því sem viðurkennt er í fylgiskjölum við þetta reikningsfrv. fyrir 1929. Hér af hafði 1½ millj. gengið til greiðslu upp í stofnfé Landsbankans, en rúm milljón runnið beint inn í ríkissjóðinn, auðvitað af því, að þar var þörf fyrir hana, sem ekki gat átt sér stað, ef frásögnin um 928 þús. kr. tekjuafgang var rétt.

Þegar þriðja skilagreinin, bráðabirgðauppgerð ráðh. á tekjum og gjöldum ríkissjóðs árið 1930, kom fram, var ég orðinn dálítið tortrygginn. Ég hafði ekki getað séð betur en að ráðh. hefði verið að reyna að fela tekjuhalla í landsreikningi fyrir árið 1929, og gat búizt við framhaldi í sömu átt. Ég á hér ekki við það, að þessi yfirlit í þingbyrjun yfir tekjur og gjöld undanfarins árs hafa oft reynzt fremur ónákvæm. Við samanburð á þessum yfirlitum og rekstrarreikningum landsreikninganna hefi ég fundið, að gjöldin hafa stundum verið talin 1 millj. kr. lægri í bráðabirgðayfirlitunum en þau reyndust við reikningsuppgerð, og hafa þessar skekkjur ekki verið minni hjá núv. fjmrh. en öðrum. Má að sjálfsögðu búast við, að eitthvað af slíkum afsakanlegum skekkjum hafi einnig orðið þetta sinn, en aldrei hefði ég látið mér til hugar koma að fara að ónáða hann með fyrirspurn út af þeim, af því að til þeirra geta legið eðlilegar orsakir.

En það eru hinar skekkjurnar, sem ekki virðast geta verið óviljaverk, sem fyrirspurn mín beinist að, og skal ég nú taka hvern lið fyrirspurninnar sér í lagi og gera grein fyrir honum.

1. Hvernig stendur á því, að ráðherrann hefir — í áðurnefndri bráðabirgðauppgerð — talið gjöldin til vegamála og símamála samtals um 550 þús. kr. lægri en þau vitanlega voru orðin?

Með því að stjórnarskráin heimilar endurskoðunarmönnum landsreikninganna að heimta vitneskju um sérhvert atriði, er varðar hag ríkissjós, einnig fyrir yfirstandandi tíma, og ekki aðeins fyrir það reikningsár, sem þeir eru sérstaklega kosnir fyrir, þá bað ég Magnús Guðmundsson alþm. að útvega mér upplýsingar um gjöldin til vegamála og símamála 1930, og samkv. þeim upplýsingum hafa gjöldin verið hér um bil þessi:

Til vegamála ...........................................

kr. 1920000.00

En ráðherra taldi þau í yfirlitinu .....................

— 1565000.00

Mismunur vantalinn

kr. 355000.00

Til símamála hafa gjöldin orðið kr. ..................

— 2150000.00

En ráðherra taldi þau .....................................

— 1946600.00

Mismunur vantalinn

kr. 203400.00

Samtals eru þarna vantaldar 558400 kr., eða rúmlega sú upphæð, sem ég hefi nefnt í fyrirspurninni. Sundurliðun á þessum útgjöldum til vega og síma hefi ég í höndum, og skal til viðbótar aðeins taka það fram, að í þessum 1920 þús. kr. til vegamála er ekki meðtalið það, sem greitt var til Þingvallavegarins nýja og til vega á Flóaáveitusvæðinu þetta ár, enda eiga þær upphæðir að vera taldar fram annarsstaðar.

Þá kem ég að næsta lið:

2. Hvernig stendur á því, að ráðh. hefir í bráðabirgðauppgerðinni undanfellt með öllu að telja gjaldamegin kostnaðinn við nokkrar verklegar framkvæmdir ríkissjóðs á árinu 1930, er virðast hafa kostað um 4½ millj. kr. samtals, þar á

meðal fjárhæðir til byggingar síldarbræðslustöðvar, landsspítala, landsímastöðvar, útvarpsstöðvar og skrifstofubyggingar á Arnarhvoli, svo og til kaupa á strandferðaskipinu „Súðin“?

Það verður nú dálítið mismundandi, hve stórar þessar upphæðir eiga að teljast, sem þarna hafa komið til gjalda árið 1930, eftir því hvort sleppt verur að telja nokkrar þeirra til útgjalda á árinu 1929, eins og gert er í reikningsfrv. stj., eða ekki. Ég geri þær fyrst um sinn upp á sama grundvelli og ráðh., og telst þá, að þær vera þessar:

Til síldarbræðslustövar á Siglufirði ............................

kr. 1300000.00

Til landsspítala ...........................................................

— 847000.00

Til nýrrar landssímastöðvar í Reykjavík um ...............

— 1000000.00

Til útvarpsstöðvarinnar um ..........................................

— 770000.00

Til skrifstofubyggingar á Arnarhvoli ............................

— 351000.00

Til kaupa á strandferðaskipi, „Súðin“ ............................

— 231000.00

Samtals

Kr. 4499000.00

Tvær fyrstu upphæðirnar hefi ég tekið eftir frásögn ráðh. um það, hvernig enska láninu frá 1930 hafi verið varið, sömuleiðis tvær síðustu upphæðirnar. Til byggingar landssímastöðvarinnar hefir verið tekið sérstakt lán, 55 þús. sterlp., eða um 1218000 kr., en af því mun hafa verið óeytt um áramótin eitthvað yfir 200 þús. kr., og því tel ég hér einungis 1 millj. kr. með gjöldum 1930. Til útvarpsstöðvarinnar var tekið annað lán, 28 þús. sterlingspd., eða um 620 þús. kr., en þar við bætast 152 þús. kr., sem ráðh. hefir talið varið til útvarpsins af enskaláninu 1930.

Ég þykist ekki þurfa að gera ráð fyrir, að ágreiningur verði milli mín og hæstv. fjmrh. um tölurnar samkv. þessum 2 liðum fyrirspurnarinnar, nema hvað lækkun kann að koma fram, ef eitthvað verður fært inn á landsreikning 1929 með úrskurði Alþingis, af þeim upphæðum, sem ég áður gat um, að greiddar voru ú ríkisfjárhirzlunni á árinu 1929. Þær voru samtals rúm milljón, og af þeim munu um ¾ milljónar vera innifaldar í þessari heildarupphæð, sem ég hefi talið undir þessum lið. En mér er ókiljanlegt, hvernig komizt verður hjá því að telja þessar greiðslur, eins og aðrar, með gjöldum ríkissjóðs á því ári, er greiðslurnar fara fram, og að því lýtur fyrirspurnin.

Þá er næst:

3. Hvernig stendur á því, að ráðh. hefir í bráðabirgðauppgerðinni undanfellt einnig með öllu að telja til útgjalda það fé, sem varið var á árinu til kaupa á hlutabréfum Útvegsbanka Íslands, þar á meðal sérstaklega 1½ millj. kr., sem beinlínis var borgað út vegna þessara hlutabréfakaupa?

Eins og kunnugt er, keypti landið á árinu 1930 hlutabréf í Útvegsbanka Íslands fyrir 4½ millj. kr. Af andvirðinu voru 3 millj. kr. greiddar á þann hátt, að ríkissjóður tók að sér tilsvarandi upphæð af þeim hluta enska lánsins frá 1921, sem Íslandsbanki fram til þess hafði staðið straum af, en 1½ milljón var greidd í peningum, og var tekið til þess víxillán hjá Hambros banka í London, að upphæð 70000 sterlingspund, sem ríkisbókhaldið telur í ísl. kr. 1550500 kr. — Var það allt ógreitt um síðastl. áramót. Réttast væri óefað að telja alla upphæðina, 4½ millj. kr., með gjöldum 1930, en ég hefi þó ekki viljað fullyrða um þetta að því er 3 milljónirnar snertir, af því að ríkissjóður stóð áður sem skuldunautur að þeirri upphæð gagnvart lánveitanda. Sú breyting varð þó á, að þar sem Íslandsbanki áður stóð straum af vöxtum og afborgunum þeirrar upphæðar, og hafði sett ríkissjóði fullt handveð þessu til tryggingar, þá hafa nú greiðslur þessara vaxta og afborgana færzt yfir á ríkissjóð, og fjmrh. í frv. sínu til fjárl. fyrir 1932 talið þær með öðrum þeim gjöldum í 7. gr. (vextir og afborganir ríkisskulda), sem gjalda verður af tekjum ríkissjóðs samkv. fjárl., og ekki gert ráð fyrir neinum arði af hlutabréfunum þar á móti. En hvað sem ofan á verður um rétta færslu á þessum 3 millj., þá er hitt öldungis ljóst, að þá 1½ millj. kr., sem beint var borgað út á árinu vegna þessara hlutabrefakaupa, verður að telja með gjöldum ársins.

Viðvíkjandi 2. og 3. lið sameiginlega skal ég taka þetta fram: Í 37. gr. stjskr. er svo fyrir mælt, að ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárl. eða fjáraukal. Nú er það jafnsjálfsagt, að landsr. á að telja öll þau gjöld, sem greidd hafa verið samkv. heimild í fjárl. eða fjáraukal. Eftir því er með öllu óheimilt að undanfella að telja nokkrar greiðslur af ríkisfé í landsreikningi. En úr því að skylt er að telja þær 6 milljónir, sem 2. og 3. liður fyrirspurnarinnar fjallar um, með gjöldum í landsreikningi, er mér með öllu óskiljanlegt, að þær skuli ekki hafa verið taldar með gjöldum í bráðabirgðayfirlitinu.

Fjórði og síðasti liður fyrirspurnarinnar er afleiðing hinna þriggja.

Í bráðabirgðayfirlitinu hefir ráðh. talið gjöldin 1930 alls .........

kr. 17166010.00

Hér við bætist samkv. 1. lið fyrirspurnarinnar ................

— 550000.00

samkvæmt 2. lið ...............................

— 4499000.00

og samkv. 3. lið a. m. k. ......................................

— 1500000.00

og eru þá gjöld ársins 1930 a. m. k. ............................

kr. 23715010.00

en tekjurnar eru samkv. bráðabirgðayfirlitinu ..................

— 17247943.00

og kemur þá fram mism., sem er tekjuhalli, ..................

kr. 6467063.00 —

eða um 6½ millj. kr., eins og segir í 4. lið fyrirspurnarinnar.

Þá hefi ég lokið að gera grein fyrir sjálfum spurningunum, en ég vil nota þetta tækifæri til þess að minnast á einstök atriði önnur úr ræðu þeirri, er hæstv. fjmrh. flutti við 1. umr. fjárl. í Nd., og skal þá byrja með því, að minnast á skýrslu hans um ríkisskuldirnar.

Hann telur ríkisskuldirnar í árslok 1930 samtals kr. 40210000,00, og flokkar þær í tvennt þannig:

Skuldir vegna ríkissjóðsins og hans fyrirtækja 15,13 millj. króna.

Skuldir vegna banka og annara sjálfstæðra fyrirtækja 25,08 millj. króna.

Þessi flokkun fellur ekki saman við þá skiptingu á ríkisskuldunum, sem fylgt hefir verið hingað til. Þeim hefir fram að þessu verið skipt í tvo flokka þannig:

A. Þær skuldir, sem ríkissjóður verður sjálfur að standa straum af, þannig að vextir og afborganir eru talin með útgjöldum í fjárlögum, og

B. Þær skuldir, sem aðrir en ríkissjóður standa að öllu leyti straum af, svo að vextir og afborganir ganga ekki gegnum ríkisfjárhirzluna og koma ekki fram í fjárlögum.

Ef flokka skal núverandi ríkisskuldir eftir þessari viðurkenndu og eðlilegu reglu, þá kemur öll sú upphæð, 15,13 millj. kr., sem ráðh. telur skuldir vegna ríkissjóðs og hans fyrirtækja, auðvitað í A-flokkinn. Það eru fjárlagaskuldir. En hin upphæðin, 25,08 millj. kr., skiptast milli flokkanna þannig:

Undir B-flokkinn, sem aðrir en ríkissjóður standa straum af, falla þessar upphæðir:

Hluti Landsbankans af ensku láni 1921, £78,383-10-8 ........ = ísl. kr. 1736195

Hluti Útvegsbankans af sama, £114,973-1-1 .................. = — — 2546653

Lán frá 1926 og 1927 til kaupa á veðdeildarbréfum og jarð

ræktarbréfum, — d. kr. 6351398,17 .............. = — — 7744895

Samtals kr. 12027743

Hér má væntanlega ennfremur bæta við 3,6 millj. kr., sem ráððh. telur,

að gengið hafi til Búnaðarbankans, þó ekki sé upplýst, hvort Bb.

hafi fengið þetta fé með þeim kjörum, að hann standi fullan

straum af því ......................................... — 3600000

Samtals standa þá aðrir en ríkissjóður straum af .................. kr. 15627743

Eftir verða fjárlagaskuldir á þessum lið .......................... — 9452257

Samtals eru þá fjárlagaskuldirnar:

Ríkissjóðsskuldir eftir framtali ráðh. .......................... kr. 15,13 millj.

Hluti af skuldum vegna banka og annara fyrirtækja ......... — 9,45 – Eða alls kr. 24,58 millj.

Tilsvarandi skuldir (fjárlagaskuldir) voru í árslok 1927, taldar í ísl.

pappírskrónum, eins og núv. ráðh. gerir .................... kr. 12,36 millj.

Mismunur, sem er hækkun frá árslokum 1927 til ársloka 1930.. — 12.22 –

Af þeim skuldum, sem ráðh. telur í upphæðinni vegna banka og sérstakra fyrirtækja, hefi ég hér talið eftirfarandi upphæðir meðal fjárlagaskulda:

a) Stofnfjárlán Landsbankans, 3 millj. kr., af enska láninu frá 1930. Að þetta sé rétt talin fjárlagaskuld, leiðir beint af því, að Landsbankanum ber aldrei að greiða afborganir af þessu láni, og vexti því aðeins, að ársarður bankans nemi tvöfaldri vaxtaupphæðinni. — Ákvæðið um þetta í 24. gr. landsbankalaganna frá 1928 er þannig:

„Tekjuafgangur hvers árs rennur í varasjóð. Leggi ríkissjóður fram viðbótarstofnfé samkv. 5. gr., skal bankinn greiða ríkissjóði af því fé 6% í ársvexti, þó aldrei meira en helming tekjuafgangsins“.

En samkv. 23. gr. á að greiða af árstekjum áður en til tekjuafgangs kemur, bæði töp, sem lokið er uppgerð á, og töp, sem telja verður orðin, enda þó ekki sé lokið uppgerð á þeim, og ennfremur má leggja til hliðar hæfilega fjárhæð fyrir tapi, sem búast má við. Það verður því ávallt óvissa um, hvort þessir 6% vextir af stofnfénu fáist greiddir að öllu eða nokkru leyti, og nær ekki nokkurri átt að líta svo á, að Landsbankinn standi að öllu leyti straum af þessari skuld. Að þetta sé fjárlagaskuld, er líka viðurkennt af núv. fjmrh. með því að hann hefir tekið greiðslur af láninu og væntanlegar tekjur frá bankanum þar í móti upp í fjárlagafrv. stj. fyrir 1932.

b) Lánin vegna kaupa á hlutabrefum í Útvegsbanka Íslands, samtals 4½ millj. kr., þ. e. 3 millj. kr., sem ríkissjóður tók á sig af fyrrverandi hluta Íslandsbanka af enska láninu 1921, og 1½ millj., sem tekin var að láni hjá Hambro á síðastl. ári. Það mun enginn ágreiningur verða um það, að þetta er fjárlagaskuld, enda eru vextir og afborganir af fyrri upphæðinni meðal gjalda í fjárlagafrv. stj. fyrir 1932, en óvíst um seinni upphæðina; kynni að hafa gleymzt.

c) Kostnaðarverð síldarverksmiðjunnar, 1,3 millj. kr. Þetta er hluti úr enska láninu 1930, og með því að allt er í óvissu um afkomu og borgunargetu verksmiðjunnar, en ríkissjóður verður að standa skil af láninu, þá er ekki annars kostur en að telja þetta með fjárlagaskuldum.

Upphæðirnar a), b) og c) nema samtals 8,80 millj. kr., en hér að framan taldi ég 9,45 millj. af þessum upphæðum til fjárlagaskulda. Mismunurinn er 650 þús. kr., og veit ég ekki, hvaða upphæðir það eru, sem ráðh. þar hefir talið í sínum 25,08 millj. kr.

Þegar ég fór að athuga skýrslu ráðh. um ríkisskuldirnar í árslok 1930, var það fyrsta verk mitt að reyna að fá alveg sundurliðaða skýrslu um hinar einstöku skuldarupphæðir. — Af slíkri skýrslu er auðvitað unnt að sjá allt það, sem máli skiptir í þessu sambandi. Ég sneri mér fyrst til ráðh. sjálfs og bað hann að lána mér skuldaskrána, en eftir að hafa athugað það mál, tjáði hann mér, að hann gæti þetta ekki, því að hann hefði enga skrá yfir skuldirnar. Þá bað ég hann um leyfi til að láta ríkisbókhaldið búa til skuldaskrá handa mér, og leyfði hann það góðfúslega. Bjó svo hr. Einar Markússon ríkisbókhaldari til skuldaskrá handa mér, sem ég hefi í höndum. Við nánari athugun gat ég nú ekki fengið hana til þess að koma alveg heim við skýrslu ráðh., og sérstaklega gat ég ekki fundið út með fullri vissu eða nákvæmni, hvaða upphæðir ráðh. hafði talið í „skuldum vegna banka og annara sjálfstæðra fyrirtækja“, mig vantaði umgetnar 650 þús. kr., og gat ekki fundið út af eigin hyggjuviti, hver þau sjálfstæðu fyrirtæki væru, sem ráðh. vildi láta standa undir þessari skuldarupphæð. En þá hugkvæmdist mér að leita til hagstofustjórans. Ég hafði tekið svo eftir, að ráðh. bæri hagstofuna fyrir sig um hina nýju flokkun skuldanna, og ef samlagningin var frá hagstofunni, þá hlaut hagstofustjórinn að geta leiðbeint mér til fullnustu um það, hvaða upphæðir væru innifaldar í þessum 25,08 milljónum ráðherrans. En hagstofustjórinn kvaðst enga skrá yfir skuldir ríkisins í árslok 1930 hafa í höndum, og aldrei hafa séð neina slíka skrá, og eitthvað fannst mér hann gefa í skyn, að hann vildi ekki bera ábyrgð á þessari skiptingu ráðh. á skuldunum, enda skilst mér, að hann eigi erfitt með að bera ábyrgð á skiptingunni og samlagningunum, ef hann aldrei hefir seð þær einstöku upphæðir, sem skipt er milli tveggja liða og lagðar eru saman.

En mér þykir nú rétt, að sú skuldaskrá, sem ég hefi fengið, komi fram, og leyfi mér því að lesa hana upp, en það tek ég fram, að hún er eins og ég hefi fengið hana frá ríkisbókhaldinu, og ber ég enga ábyrgð á því, þó eitthvað kunni að vanta í hana.

Skrá yfir skuldir ríkissjóðs í árslok 1930 (númer lánanna tekin eftir frv. til LR 1929).

I. Fjárlagaskuldir, sem ríkissjóður stendur sjálfur straum af: A. Eldri skuldir en frá 1927:

Dönsk ríkissjóðslán:

1. Lán hjá Bicuben til Vífilsstaða ......................

D kr.

123019.37

Ísl. kr

2. — — dönskum bönkum 1909 ......................

3. — — Statsanstalten 1912 .... ....................

4. — — Stóra Norræna 1913 ........................

6. — — sama 1917 ........................

7. — — Handelsbanken 1917 ........................

425000.00

104166.59

291665.03

360610.05

60000.00

10. — — dönskum bönkum 1919 ...................

2025000.00

Samtals

3389461.04

4133108.79

Innlend ríkissjóðslán:.

5. Lán hjá Landsbankanum 1916 .......................

8. — — sama 1917 .......................

9. Lán Helgustaðanáma ...............................

ísl. kr

44000.00

40800.00

7000.00

11. Háskólalánið ........................................

12. Innanríkislánið 1920 .................................

14. Veðdeildarlán Staðarfell ...........................

1000000.00

1579400.00

6461.77

2677661.77

Enskt lán:

£

13. Ríkissjóðshluti enska lánsins frá 1921, upphaflegi hlutinn

114932-6-2

2545750.63

Samtals eftirstöðvar fjárlagaskulda eldri en frá árinu 1927,

ísl. kr. 9356521.19

B. Skuldir frá stjórnartíma Framsóknarflokksins, 1927–1930.

Ísl. kr.

17. Lán hjá Landsbanka 1928 ......................................

18. Skuld vegna kaupa á Reykjatorfu ..............................

45000.00

62142.00

Víxillán hjá Hambro frá 1930, £ 70000 .......................... Yfirfært á ríkissjóð af ensku láni 1921 vegna kaupa á hlutabréfum

1550500.00

i Útvegsbanka, £ 132961-2-1 ................................ Lán hjáa L. M. Ericsson til byggingar nýrrar landssímastöðvar,

2945088.47

£ 55000 ....................................................

Lán hjá Marconifél. til útvarpsstöðvar, £ 28000 ............. Hluti ríkissjóðs af ensku láni 1930 um ................... Lausaskuldir um .....................................

1218250.00

620200.00

8400000.00

350000.00

Nýjar fjárlagaskuldir samtals

15291180.47

II. Skuldir, sem aðrir en ríkissjóður standa straum af:

A. Eldri skuldir en frá 1927:

£

23. Núverandi hluti Útvegsbanka af enska láninu frá 1921 114973-1-1

24. Hluti Landsbanka af sama .......................... 78383-10-8

Lán 1926–27 til kaupa á Veðdeildarbréfum og Jarðræktar-

bréfum ............................................... D kr.

19. Hjá Statsanstalten 1926 ............................. 1955538.32

20. — Hafnia 1926 .................................... 486326.29

21. — Hafnia 1927 .................................... 1954766.78

22. Dansk Folkefond 1927 ............................... 1954766.78

Samtals nr.19–22 6351398.17

Samtals A.

B. Yngri skuldir en frá 1927:

Hluti Búnaðarbanka af enska láni frá 1930 um ......................

Yfirlit.

I. Fjárlagaskuldir:

A. Eldri en 1927 ................................................

B. Nýjar fjárlagaskuldir (1928-30) ..........................

Fjárlagaskuldir 31. des. 1930

II. Skuldir, sem hvíla á öðrum en ríkissjóði:

A. Eldri en 1927 ................................................

B. Nýjar (frá 1930) ........................................

Þessar skuldir 31. des. 1930 alls

Samtals I. og I., ísl. kr.

ísl. kr.

2546653.05

1736195.24

7744894.93

12007743.22

3600000.00

9356521.19

15291180.47

24647701.66

12007743.22

3600000.00

15607743.22

40255444.88

Ég álít það hafa nokkra þýðingu að slík skrá komi fyrir almenningssjónir, því að það er hörmungarástand, að sífellt skuli rifist um, hvað ríkisskuldirnar nema miklu, og mismunurinn velta jafnvel á tugum milljóna. Slík óvissa verður bezt útilokuð með því að birta hreinlega skrá yfir skuldirnar.

Þá finn ég ekki ástæðu til þess að fara lengra út í þetta mál nú. Það, sem ég kynni að eiga eftir, get ég þá geymt mér, þangað til ég hefi heyrt svar hæstv. ráðh.