12.03.1931
Neðri deild: 22. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

25. mál, bókasöfn prestakalla

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þær brtt., sem ég flyt hér á þskj. 135, voru boðaðar við 2. umr. þessa máls og þá ræddar til þeirrar hlítar, að ég hygg, að óþarft sé við að auka.

Út af till. hv. 1. þm. S. M. skal ég aðeins láta þess getið, að n. hefir óbreytta skoðun hvað þetta framlag snertir, enda ætti að vera nokkur styrkur í 4000 kr. til sérbókasafna presta, ef 2000 kr. eru nokkur styrkur fyrir sýslubókasöfnin.