08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 375 í C-deild Alþingistíðinda. (759)

14. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Út af því, sem hv. frsm. upplýsti um tilfellið í Bolungarvík, þar sem maðurinn vildi ekki byggja á þeirri lóð, sem hann gat fengið þar í þorpinu til þess að byggja á, þá get ég upplýst það, að lánveitandinn, sem átt hafði veð í húsinu, vildi ekki lána til hússins, því það hefði orðið á þessari nýju lóð a. m. k. 12. þús. kr. dýrara. Ég get ekki talið það sæmilegt af hinu opinbera að þvinga menn til að endurbyggja brunnið hús undir svona kringumstæðum.

Annað dæmi er frá Ísafirði. Þar keyptu menn hús 1914 á 38 þús. kr. og vátryggðu það hjá Brunabótafél. Íslands fyrir þeirri upphæð. Svo þegar húsið brann, var ekki hægt að fá að byggja það á sama stað vegna ákvæða byggingarsamþykktar bæjarins, en ef eigendurnir hefðu svo endurbyggt á þeim stað, par sem þeim var heimil lóð, hefði húsið kostað a. m. k. 70 þús. kr. þetta kalla ég að hið opinbera gangi allnærri mönnum.

Í þorpi einu fyrir vestan, þar sem fólksfjöldi var fyrir skömmum tíma um 280 manns, eru nú 170 íbúar. Það liggur í augum uppi, hversu óskynsamlegt og ranglátt væri að skylda fólk til þess að endurbyggja á svona stoðum, auk þess sem auðvitað er, að lánsstofnanir mundu verða tregar til að leggja fé í svona byggingar.

Hv. frsm. talaði um það, að iðgjöld væru hvergi lægri en í Brunabótafélagi Íslands. Þetta mun vera rétt í einstökum tilfellum, en í öðrum mun það þó vera allmikið hærra hjá því en útlendum félögum. Ég borga t. d. 21/2 % hærra af mínu húsi til Brunabótafélagsins en ég hefði þurft að gera til útlendra félaga, og þó eru meiri afföll hjá Brunabótafél. Íslands heldur en útlendu félögunum. Þessi félög hafa sent menn til Ísafjarðar til þess að athuga brunahættu, og þeir álitu hana það minni, að brunabótagjaldið gæti verið 21/2% lægra en hjá Brunabótafélaginu.

Annars væri það ekkert undarlegt, þó Brunabótafélag Íslands gæti boðið betri kosti heldur en önnur félög, þar sem það heimtar sjálfsábyrgð fyrir 1/6 af tryggingarupphæðnni. Þar sem slíkt tryggingarlag er haft í útlendum félögum, eru iðgjöldin frá 10 til 15 og allt að 30% lægri en annars hefði verið.

Við höfum stofnað á Ísafirði tryggingarfélag fyrir bata, til þess að komast hjá að þurfa að sæta afarkjörum hinna útlendu vátryggingarfélaga, og við höfum, af því að við notum sjálfsábyrgð fyrir 1/6 verðs, getað komið iðgjöldunum úr 8% niður í 5%.