08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í C-deild Alþingistíðinda. (764)

14. mál, Brunabótafélag Íslands

Pétur Ottesen:

Það hefir verið leitað álits hreppsnefnda og bæjarstjórna í kaupstöðum og kauptúnum, sem heyra undir ákvæði laga um Brunabótafél. Íslands. Meðal þeirra álitsgerða, sem fyrir liggja frá hreppsnefndum, vil ég leyfa mér að benda á aths. frá hreppsnefndinni í Ytra-Akraneshreppi. Í þeirri álitsgerð segir á þessa leið: „Hreppsnefndin lítur svo á, að mjög ranglatt sé, að félagið bæti ekki tjón húsa að fullu, enda þótt sá, er fyrir tjóninu verður, endurbyggi ekki húsið, eða þá reisi það á öðrum stað í kauptúninu, ef um glæpsamlega tilhneigingu og framferði hefir ekki verið að ræða.

Nefndin telur það ekki viðeigandi, að á heiðarlegum tryggjendum sé framið slíkt ranglæti, sem ákvæði þessarar greinar mæla fyrir um, sem virðast vera sett einungis af þeim ástæðum, að tryggjendur yfirleitt eru grunaðir um glæpsamlegar tilhneigingar.

Hinsvegar telur nefndin heilbrigðustu vörnina við freisting húseigenda til þess að hagnast á húsbruna vera þá, að endurvirðing fastseignum fari fram á nokkurra ára millibili. Með því mundi fast trygging fyrir, að húseignir séu aldrei tryggðar fram yfir sannvirði“.

Ég sé ekki, að hv. fjhn. hafi í sínum brtt. tekið neitt tillit til þessara aths. fremur en ef til vill fleiri sveitarstjórna. Vildi ég mælast til þess, að hv. n. tæki málið til nýrrar athugunar, og ef hún ekki sér sér fært að taka þessar till. hreppsnefndarinnar í Ytra-Akraneshr. til greina, þá óska ég þess, að hún láti mig vita það í tæka tíð, svo að ég geti borið fram brtt. við 3. umr. í samræmi við þessar till. hreppsnefndarinnar.

Í þessu sama álitsskjali er einnig minnzt á 21. gr. frv., þar sem rætt er um umboðsmenn félagsins í bæjum og kauptúnum. Vil ég leyfa mér að lesa upp álit hreppsnefndarinnar, með leyfi hæstv. forseta:

„Hreppsnefndin álítur, að æskilegt væri, að ákvæði þessarar greinar séu hliðstæð því, er gildir um tryggingarsjóði sveitarfélaga, að heimilt sé að fela sérstökum nefndum að annast málefni félagsins í hverjum hreppi“.

Ákvæði þessarar greinar frv. eru sjálfsagt miðuð við það, að í bæjum og kauptúnum hafi hreppsnefndirnar mörg og umfangsmikil störf með höndum, en hér virðist þó eðlilegra, að starfið sé falið sérstökum nefndum, hliðstætt því, sem gildir um tryggingarsjóði sveitarfélaga. Eitt af þeim ákvæðum í núgildandi logum, sem varð til þess, að frv. þetta var sent hreppsnefndum til umsagnar, var ákvæðið um heimild til að skipa fulltrúaráð fyrir sjóðinn í framtíðinni, þegar tekjur hans og umsetning væri orðin það mikil, að ætla mætti, að félagið gæti farið að starfa sjálfstætt, þannig, að tryggjendur yrðu sjálfir umráðamenn félagsins. Það virðist vera heilbrigðust hugsun í því, að hið opinbera aðeins styðji félagið með ábyrgð meðan það er að komast á fót, en að síðan sé það rekið sem sjálfstætt fyrirtæki.

Hreppsnefndirnar hafa synt mjög mikið tómlæti með því að láta nálega ekkert til sín heyra um þetta efni, sem þó er svo mikilsvert. — Annars vil ég endurtaka fyrirspurnina til hv. n., hvort hún ætli að koma með brtt. viðvíkjandi 14. og 21. gr., samanber till. hreppsnefndarinnar í Ytra-Akraneshreppi.