08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í C-deild Alþingistíðinda. (766)

14. mál, Brunabótafélag Íslands

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Það er ekki ástæða til að deila um þessi ágreiningsefni við hv. þm. fyrr en brtt. liggja fyrir, er gefa ástæður til umr.

Ég skal gefa hv. þm. Borgf. þær upplýsingar, að fjhn. mun ekki að svo vöxnu máli koma með brtt. við 14. gr. frv., a. m. k. ekki meiri hl. n. Hvort minni hl. ber fram brtt. eða ekki um þessa gr., skal ég láta ósagt. — Um 21. gr. veit ég ekki til, að sé neinn ágreiningur. Ég skal vekja athygli á því, að hún er að því leyti breytt frá því í fyrra, með því að hreppsnefndum er nú ákveðin þóknun fyrir þetta starf eins og umboðsmönnunum. Ég fæ ekki séð, að betra sé, að aðrar nefndir en hreppsnefndir fari með þessi störf.

Ég skal geta þess, að í frv. er ekki ætlazt til, að sjálfsábyrgð verði í lögum lengur. Hv. þm. N.-Ísf. getur séð það á 5. gr. frv., að ætlazt er til þess, að félagið tryggi hér eftir að fullu samkv. virðingargerð. Að öðru leyti voru í n. mismunandi skoðanir á ýmsum ákvæðum frv., sem ég tel rétt að geyma að ræða um þar til ákveðnar brtt. liggja fyrir.