23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í C-deild Alþingistíðinda. (783)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þótt hér sé um afarmikið mál að ræða, sem hefir í for með sér allmikinn kostnað, ef það nær samþykki og framkvæmd, sé ég ekki ástæðu til að fylgja því úr hlaði með langri ræðu, heldur vísa til grg. þess.

Með bréfi 23. nóv. 1928 lagði atvmrn. fyrir vegamálastjóra að athuga og rannsaka vandlega, hvernig hægt væri að koma í veg fyrir skemmdir af ágangi vatnanna og brú þau. Síðan hafa liðið tvö ár. Og það er ekki undarlegt, því að rannsóknirnar hafa kostað mjög mikla vinnu og undirbúning. Verkfræðingar hafa starfað þarna austur frá bæði sumurin 1929 og 1930 undir stjórn vegamálastjóra og í skrifstofu hans hefir einnig mikið verið unnið að útreikningum og áætlunum. Niðurstaða rannsóknanna er birt í grg. þessa frv., sem nú er lagt hér fyrir þingið.

Frv. gerir allmiklar breyt. frá því, sem gert var ráð fyrir í logunum um þessi efni árið 1917. Aðaláherzlan er lögð á það að leysa samgöngumálið. Ég álít þetta svo brýnt nauðsynjamál fyrir Landeyjar, Eyjafjallahrepp og sveitirnar lengra austur, að ekki megi draga að setja log um það, svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Þegar árar betur fyrir ríkissjóði, verður þetta eitt fyrsta stórvirkið, sem fullgert verður. — Ég legg til, að málinu verði vísað til samgmn. Tel ég sjálfsagt, að hún og aðrir leiti til vegamálastjóra eftir þeim upplýsingum, sem þörf kann að vera á.