23.02.1931
Neðri deild: 7. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í C-deild Alþingistíðinda. (798)

18. mál, samgöngubætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil leyfa mér að geta þess, út af ræðu hv. þm. Dal., að þetta mál hefir verið borið undir kjósendur. Nýlega hefir verið stofnað vatnamalafélag austur þar. Bændurnir hafa þar kosið sína fulltrúa, og hafa þeir fylgzt með framkvæmdum stj. í þessu máli. Þeir hafa fengið till. sendar austur, svo að bændur gætu því betur kynnzt málinu og áttað sig á því. Það er því algerður misskilningur hjá hv. þm. Dal., að við höfum ekki viljað vita vilja kjósenda í þessu máli.

Þá sagði hv. þm. Dal., að þungamiðjan í málinu væri það, hvort handbært fé væri til framkvæmdanna. En það er ekki þungamiðjan, heldur það, að Alþingi segi álit sitt um það, hvort þetta megi gera. En ákvarðanir um framkv. málsins á stj. að taka eftir næstu kosningar.

Um fjármálin mun ég tala á öðrum grundvelli. En ég lít svo á, að við þurfum ekki að sjá eftir því fé, sem farið hefir til hinna miklu framkvæmda á undanförnum árum. Vegna þeirra erum við orðnir svo vel settir, að við þurfum ekki að æðrast þótt móti blási, þar sem við höfum skapað okkur miklu betri aðstöðu í landinu.