13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í C-deild Alþingistíðinda. (833)

19. mál, nýr vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Magnús Guðmundsson:

mér finnst þetta mál vera mjög undarlegt. Báðir þm. Rangæinga hafa lýst yfir því, að þeir telji það mjög lítils virði, annar segir, að það sé hvorki fugl né fiskur, og hinn, að það sé kÁk eitt. mér skildist líka á hv. frsm., að hér væri ekki fundin nein endanleg lausn á þessu máli, og því væri þetta aðeins til bráðabirgða. Nú er augljóst, að þessar bráðabirgðaráðstafanir kosta mikið fé, og svo er að skilja orð hv. þm., að hér eigi alls ekki að láta staðar numið. Undir þessum kringumstæðum vil ég ekki fyrir mitt leyti stuðla að framgangi málsins, heldur mun ég láta það hlutlaust og ekki greiða atkv. En Þar sem þm. þessa kjördæmis, Rangarvallasýslu, eru svo óánægðir, er ekki ólíklegt, að bráðlega komi fram raddir um miklu meira framlag, og ég verð að viðurkenna, að mér finnst þær raddir vera á rökum byggðar. Ég skil nefnilega vel, að samgöngurnar milli þessara heraða austanfjalls og Rvíkur eru lífsspursmál fyrir þessi héruð. Ég vil ekki taka á mig ábyrgð á neinum kákráðstöfunum. Værri ég þm. þessara héraða, mundi ég vilja bíða og sjá, hvort ekki fengist sú samgöngubót, sem viðurkennt er að komi að fullum notum. Það er betra að bíða nokkur ár og fá þá það, sem er gott, heldur en hefjast strax handa og fá eitthvað, sem allir eru óánægðir með.