19.03.1931
Neðri deild: 28. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í C-deild Alþingistíðinda. (856)

20. mál, búfjárrækt

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég mun ekki halda hér langa ræðu að þessu sinni, enda er það óþarft, þar sem við hofum tekið það eins skýrt fram í nál. og okkur þurfa þótti, hverjar eru þær aðalbreyt., sem n. vill gera á frv.

Eins og hv. þdm. munu hafa gert sér grein fyrir, er meginþáttur þessa frv. þannig til kominn, að gildandi l. í þessu efni hafa verið dregin saman í eitt. Nokkrar breyt. frá gildandi 1. felast þó í frv., og er aðalbreyt. sú, að í frv. er því slegið föstu, að ríkið skuli styrkja þessa starfsemi, sem frv. kveður á um. Hefir það áður heyrt undir Búnaðarfélag Íslands.

Ég hefi orðið var við það, að menn greinir á um, hvort rétt sé að taka þetta fram í 1. Menn hafa sagt, að með því væri vald tekið af Búnaðarfélaginu, sem eðlilegt væri, að félagið hefði, og Alþingi fengið það í hendur. Er að vísu nokkuð til í þessu, en aðalumsjón og framkvæmd þessara mála er í höndum Búnaðarfélagsins, svo að þetta vald er ekki skert til muna með þessu, heldur er aðeins ákveðið í eitt skipti fyrir öll, hve mikinn styrk þessi félagsskapur með bændum skuli fá. Er það kostur, að mér finnst, að frv. slær því föstu, að bændur skuli fá þennan styrk, og hika ég því ekki við að fylgja því.

Þá vil ég fara nokkrum orðum um brtt. n. Fyrsta brtt. er við 1. gr. frv., en sú grein óheimilar að láta naut eldri en 5 mánaða ganga laus í afréttum. N. virðist óþarfi að vera að banna mönnum að láta kálfa ganga lausa með öðrum búpeningi, þó að þeir væru eldri en 5 mánaða, enda þótti n. sýnt, að þessu ákvæði mundi óvíða sinnt á landinu, þó að að l. yrði. Leggur n. því til, að aldurinn verði færður upp í 8 mánuði, eins og er í gildandi l.

Önnur brtt n. er við 2. gr. frv. og er í raun og veru aðeins orðabreyt., en það er skýrar ákveðið með brtt., við hvað er átt.

Þá er brtt. við 3. gr. um það, að kynbótanefnd skuli aðallega velja nautin að vorinu. Það virðist ekki rétt að slá því föstu, að hún skuli gera það, en geri það aðeins þar, sem því verður við komið.

Þá skal ég minnast ofurlítið á b-lið brtt. við 3. gr. Á fund n. komu ráðunautar Búnaðarfélagsins, og ræddum við þar ítarlega þessa brtt., og flestar brtt. n. eru gerðar í samráði við þessa ráðunauta. Það var að heyra á Páli Zóphóníassyni nautgriparæktarráðunaut, að hann teldi heppilegra að hafa lögin heimildarlög, en við vildum ekki leggja það til. En okkur voru synd ljós dæmi þess, að sumstaðar í lögunum eru ákvæði, sem ómögulegt er að framfylgja í sumum sveitum landsins eins og þau eru. En okkur virtist þó betra að veita atvmrh. heimild til undanþágu frá lögunum en að hafa þau heimildarlög, því að þá verða þau of losaraleg í framkvæmd.

Þá er í 5. gr. ákvæði um, að taka megi naut í heimalandi eiganda og fara með sem óskilafé, og töldum við það réttast, að því aðeins væri heimilt að gera þetta, að þau væru utan heimalands eiganda.

Þá er í 7. gr. talað um þóknun til kynbótanefndar. Víst mun vera venjulegast, að slíkar nefndir taki ekkert gjald fyrir starf sitt, en okkur þótti réttara, að þar sem um þóknun er að ræða, réðu þær því ekki sjálfar, hver hún væri, heldur hreppsnefndin.

Ennfremur ákváðum við, samkv. brtt. við 7. gr., að fella niður heimildina til að láta hreppinn greiða kostnað, sem fer fram yfir 8 kr. Þetta kemur sumstaðar nokkuð óréttilega niður. Eðlilegast er, að þar sem eigendur gripanna njóta góðs af þessari starfsemi, greiði þeir sjálfir þennan kostnað.

Brtt. við 9. gr. er aðeins nauðsynlegt áframhald af brtt. við 7. gr. En 8. gr. er áframhald af brtt. við 7. gr., þar sem það er fellt burtu, að hreppsnefnd tilnefni þá menn, sem eiga að endurskoða reikningana.

Þá kemur brtt. við 10. gr. Nú er svo samkv. þessu frv., að þar sem 10 bændur í hreppi, eða meiri hluti, þar sem færri eru, koma sér saman um að stofna nautgripafélag, þá sé það félag löglega stofnað. En nú er ákvæði í upphafi lagabálksins, að þar sem nautgripafélög eru starfandi, þá taki þau í sínar hendur allt vald hreppsins í þessum málum. Virðist n. óeðlilegt, að svo fáir menn hafi heimild til að taka slík völd af heilu stóru hreppsfélagi.

Þá kemur brtt. við 11. gr., sem í raun og veru er ekki annað en nákvæmari orðun á greininni, og ákvæði um það, hvaða reglum eigi að fylgja við útborgun styrksins.

Þá er brtt. við 12. gr. Síðasti málsliður orðist svo:

„Auk þess geta félögin fengið styrk, er sé 75 kr. fyrir naut, sem hefir hlotið önnur verðlaun, en 150 kr. fyrir naut, sem hlotið hefir 1. verðl. Noti sama fél. fleiri en eitt 1. og 2. verðlauna naut, getur það fengið styrk á hvert þeirra sem að ofan segir“.

Okkur fannst það of óákveðið, að segja 50–150, en vildum binda styrkinn við tilkostnað þeirra nauta, sem notuð eru.

Þá kemur brtt. við 13. gr., sem er 11. brtt. n. Þar er lagt til, að næstsíðasti málsliður gr. sé felldur niður, þ. e. að 1. og 2. verðlaun á nautum greiðist úr ríkissjóði. Við ætlumst til, að 1. og 2. verðlaun séu greidd úr sameiginlegum sýningarsjóði, eins og öll önnur verðlaun.

Um brtt. við 14. gr. er það að segja, að styrkurinn breytist úr 1/3 allt að 400 og í 1/4 allt að 300, og er það í samræmi við reglur um styrk, sem Búnaðarfélag Íslands hefir veitt í þessu skyni hingað til.

Brtt. við 22. gr. er aðeins orðabreyt., og sama er að segja um brtt. við 24. gr. Einnig er sama að segja um niðurlag brtt. við 26. gr. 16, þar sem lagt er til, að hreppsnefnd verði skyld að greiða gjaldið, þótt meira verði en 8 kr. Þetta er gert í fullu samkomulagi við ráðunaut Búnaðarfélagsins, en hann segir, að gjaldið hafi ekki farið fram úr því hámarki, sem þar er talað um.

Þá koma brtt. við 30. gr., sem eru í rauninni ekkert annað en orðabreytingar og leiðréttingar.

Þá kemur brtt. við 32. gr. Ég skal geta þess, að þessi brtt. er eiginlega aðeins orðuð um. engin veruleg efnisbreyt. En ég skal geta þess, að eftir að við hofum gengið frá frv., hofum við seð, að nokkurt ósamræmi er í þessari gr. og samskonar gr. í hrossaræktarlögunum, þar sem gert er ráð fyrir því, að bændum sé gefið samskonar vald í hrossaræktarmálum eins og í nautgriparæktarmálum. Þess vegna munum við við 3. umr. koma með brtt. um þetta.

Brtt. við 33. gr. er aðeins skýrara orðalag.

Þá kemur næst um fóðurkostnað kynbótahesta. Hér er felldur niður fóðurkostnaður 1. verðlauna hesta. Þetta er nýtt ákvæði í frv. Meiningin er, að geta fengið meira vald yfir þessum gripum. Það hefir nefnilega sýnt sig, að menn farga oft þessum dyrum eftir nokkur ár. En það er háskalegt, því að fyrst þegar reynslan er farin að sýna, hvílíkur kostagripur skepnan er, þá er nauðsynlegt að halda henni við lýði. Eru með þessu fengmar meiri líkur fyrir, að skepnan verði notuð sem lengst.

25. brtt., sem er við 35. gr., er í samræmi við brtt. í nautgriparæktarbálknum, þ. e. styrkur til girðinga færður niður í það, sem hann hefir verið hjá Búnaðarfélaginu. þá hafa verið sett í þessa gr. ákvæði um að heimila að endurtaka þennan styrk með 15 ára millibili. þetta felldum við niður, því að þegar einu sinni er búið að koma girðingu upp, verður félagið að halda henni við upp frá því.

Þá kem ég að 36. gr. Eins og menn sjá er gert ráð fyrir í þessari grein, að ríkið megi eiga og starfrækja 4 kynbótahesta. Meiningin með þessu var, eftir því sem skýrt er frá í aths. við frv., að þegar hrossakynbótaráðunautur vissi um góða hesta, sem eigendur notuðu ekki lengur, þá hefði ríkið heimild til þess að kaupa þessa hesta og nota þá. En þegar við fórum að athuga þetta, fannst okkur ekki vera miklar líkur til þess, að þeir, sem ættu þessa hesta, myndu vilja selja þá. Við leggjum því til, að 36. gr. verði felld niður.

Þá kem ég að sauðfjárræktarbálknum. Í 43. gr. er bannað, að hrútar gangi lausir á tímabilinu frá 1. nóv. til 1. maí, nema í öruggri vörzlu. N. var ljóst, að þessu yrði alls ekki framfylgt í mörgum hlutum landsins. Sumstaðar hagar svo til á víðáttumiklum beitarjörðum, er fátt er um fólk, að bændur verða að láta hrútana ganga lausa um fengitímann og vinna til að hafa þá heldur fleiri. Vildum við því heldur gefa hverju sveitarfélagi heimild til þess að ákveða, á hvaða tíma skyldi banna þetta.

Þá er brtt. við 42. gr. Það er nú eiginlega ekki annað en það að við orðum gr. um. Í henni er ákveðið, að eigandi skuli vitja hrúts innan viku, annars megi selja hann. Í mörgum tilfellum gæti þetta verið örðugt. Það ætti að vera alveg nóg, að hann raðstafaði honum. Sama er að segja. um síðustu mgr. sömu gr., að skyldan til þess að koma hrútum til eiganda, er þannig heimtast, getur ekki hvílt á þeim, sem finnur þá, heldur aðeins það, að gera eiganda viðvart.

Þá kemur kaflinn um sauðfjárræktarbúið. Það er ekki mikil efnisbreyt., en greinin er orðuð um, til þess að sýna skýrara tilganginn með sauðfjárræktarfélögum og reglurnar, sem þau eiga að gangast undir, til þess að njóta styrks úr ríkissjóði. — Við viljum einnig, að bætt verði við niðurlag 44. gr., að þar sem einstakir menn syni sérstakan áhuga, en geta ekki fengið aðra í félag með sér, sé heimilt að veita þeim sömu hlunnindi. Við álítum þetta allra bezt, til þess að þoka sauðfjárræktinni áfram, en lögðum minna upp úr sauðfjárræktarbúunum, sem gert er ráð fyrir í 45. gr. Þar er gert ráð fyrir, að stofna megi sauðfjárræktarbú í hverri sýslu landsins. En við höfum miklu meiri trú á því, að meira gagn verði að því að láta upphæðina til manna, sem skara fram úr með áhuga og starfsemi, heldur en að koma aðeins upp búum, sem engin vissa er fyrir, hvort Búnaðarfélagið eða ríkið hefir nokkur ráð yfir. Hinsvegar viljum við halda uppi 4 sauðfjárræktarbúum í landinu.

Í samræmi við það, að 44. og 45. gr. hafa verið orðaðar um, falla niður tilsvarandi gr. í frv., sem eru 47., 48. og 49. gr.

Þá er 50. gr. Hingað til hefir verið svo ákveðið, að maður sá, er hefir umsjón með hrútasýningum., hafi eina umferð um land allt á þrem árum. N. leizt þetta of stuttur tími til að sami maður gæti komizt yfir þetta, og leggur því til, að umferðin sé miðuð við fimm ár, í stað þriggja.

Nefndin hefir lagt til, að 51. gr. yrði felld niður. Samkv. henni á að veita, eftir till. Búnaðarfélagsins, allt að 5000 kr. á ári í næstu þrjú ár til verðlaunasamkeppni milli sauðfjárbúa. N. hefir ekki trú á, að mikill árangur yrði af þessum verðlaunaveitingum. Arðsemi sauðfjárbúa fer eftir ýmsu öðru en umgengni og hirðingu, og koma þar landgæði eigi sízt til greina. Virðist n., að erfitt mundi verða að skera úr, að hve miklu leyti arðsemi hvers bús byggist á umgengni eða landgæðum, og telur, að sú niðurstaða, er fengist um það efni, gæti varla orðið annað en spéspegill af raunveruleikanum. Því leggur n. til, að þessi grein, og 52. gr., sem er áframhald hinnar, falli niður.

Kemur þá að IV. kafla, sem er um fóðurbirgðafélög.

Á 54. gr. hefir n. gert þá smávægilegu breyt. að leggja til, að orðin „á Íslandi“ falli niður. þau eru ekki annað en hortittur á þessum stað.

Aftur á móti er um efnisbreyt. að ræða á 55. gr. Þar leggjum við til, að veitt sé heimild fóðurbirgðafélagi til að taka upp í samþykkt sína ákvæði um, að bað skuli einnig tryggja hverju heimili innan félagsins nægilegt haframjöl og rúgmjöl til manneldis frá jólaföstu byrjun til fardaga. Auðvitað er ekki búizt við eða ætlazt til, að þessi heimild verði notuð annarsstaðar en þar, sem hætta stafar af samgöngubanni af völdum hafíss, en þar sem svo er háttað er þetta með öllu nauðsynlegt. Það er ekki nægilegt, að til séu birgðir handa búfénaðinum, því að verði fólkið bjargarlaust, gripur það auðvitað þegar til þeirra birgða handa sjálfu sér, að svo miklu leyti, sem hægt er að nota þær til manneldis, og fellir e. t. v. sjálfan búpeninginn til bjargar sér, þegar allt um þrýtur. Því leggur n. til, að heimild um lán úr. Bjargráðasjóði verði orðuð um á þá leið, að þau félög, sem jafnframt tryggja fólkið gegn hallæri, fái betri lánskjör en hin, sem einvörðungu tryggja búpeninginn, eins og kemur fram í 39. brtt. Er gert ráð fyrir, að lán til hinna síðarnefndu félaga séu endurkræf eftir eitt ár, en hin fyrrnefndu, er birgja upp mannfólkið, geti fengið allt að 15 ára gjaldfrest á fullnaðargreiðslu.

Þá er 36. brtt., við 56. gr. Þar eru ákvæði um, hve mikinn hluta hreppsbúa þurfi til að binda aðra við fóðurbirgðafélagsstofnun. Í frv. er gert ráð fyrir, að einfaldur meiri hl. á lögmætum fundi ráði úrslitum. Oss finnst varhugavert að láta lítinn meiri hl. kúga stóran minni hl., því að hér sem annarsstaðar er málinu bezt borgið með eindrægni og samkomulagi. Við leggjum því til, að í stað „meiri hluti“ komi „2/3“. En til að útiloka ekki marga menn, sem stofna vilja fóðurbirgðafélag, en skortir til þess atkvæðabolmagn, leggjum við til í 37. brtt., að 10 menn eða fleiri innan sama hrepps geti myndað fóðurbirgðafélag með sömu réttindum sem heill hreppur væri.

Við 58. gr. gerum við þá brtt., að í stað 50 kr. komi 30 kr. og í stað 5 ára komi 10 ár. Upphæðin, sem ákveðin er í frv., er að okkar áliti of há fyrir fátækar sveitir og myndi verða hindrun þess, að fóðurbirgðafélög yrðu stofnuð. En hér þarf einmitt að ýta undir menn til að hefjast handa, og má því ekki draga úr þeim með of háum álögum í byrjun. Hinsvegar teljum við víst, að er menn sjá, hve félagsskapurinn er nauðsynlegur, standi ekki á óhjákvæmilegum útgjöldum frá hlutaðeigandi mönnum.

40. brtt. er við 61. gr. og leiðir hún af hinni nýju grein, er heimilar félagsstofnun samkv. lögunum, enda þótt félagið nái ekki nema til nokkurs hluta hreppsbita. Þegar svo stendur á, skulu félagsmenn kjósa 2 menn í stjórn félagsins, en hreppurinn einn skv. brtt okkar.

Þá kemur V. kafli, um, búfjártryggingarsjóð Íslands. 41. brtt., við 67. gr., er á þá leið, að eftir „veikinda og“ í 2. málsgr. komi „verðfalls sökum“. Oss virtist ákvæði frv. um það, hvað vanhöld skuli teljast, geta valdið misskilningi. Í frv. segir svo:

„Til vanhalda teljast dauðsföll grípa af sjúkdómum og slysum, svo og vanheimtur og afnotamissir sökum veikinda og eðlisgalla (t. d. ófrjósemi kynbótadýra)“.

Samkv. þessu virtist oss, að það hlyti að teljast afurðamissir sökum eðlisgalla kynbótadýra, ef mikil brögð yrðu að því, að ær væru lamblausar, og ætti því að bæta þann skaða samkv. frv. En það er alls ekki tilætlunin, heldur er átt við verðfall á kynbótadýrinu sjálfu, er af eðlisgalla þess stafar. Brtt. okkar tekur af öll tvímæli í þessu efni.

Þá er brtt. í tveim liðum við 72. gr., en þær breyt. eru smávægilegar og mega eiginlega skoðast leiðréttingar, og sama má segja um þær brtt., sem eftir eru, nema 45. brtt. Þar er lagt til, að 88. gr. frv. falli burt. Grein þessi er um sýslusýningar, og er gert ráð fyrir, að þær séu haldnar 10. hvert ár í hverju umdæmi, en þau skulu vera 10.

Nefndin hefir talað við búfjárræktarráðunautana um þetta, og leggur annar þeirra enga áherzlu á, að þessar sýningar nái yfir hans svið. N. telur, að mjög erfitt muni reynast að koma á almennri þátttöku í sýslusýningum sem þessum, sökum vegalengda og erfiðra samgangna. Sýningarnar yrðu því einkum fyrir þann hluta sýslu, er næst liggur sýningarstað, og gæfu því alls ekki rétta mynd af ástandi búfjárræktarinnar. N. leggur því til, að greinin falli niður.

Ég vil geta þess, að þótt n. hafi fremur dregið úr styrkjum þeim og fjárframlögum, sem til er ætlazt í frv., þá er það ekki vegna þess, að hún sjái eftir þessu fé til bænda. En n. lítur svo á að því er verðlaunaupphæðir snertir, að það séu ekki fyrst og fremst peningarnir, sem bændur gangast fyrir, heldur sá hagur, sem af því leiðir að fá viðurkenningu fyrir því að eiga góða gripi. Hinsvegar er sjálfsagt að létta þann kostnað, er menn hafa af því að eiga kynbótagripi.

Nú lætur illa í ári og verður víða að klípa af og spara, og n. taldi því sigurvænlegra fyrir málið að draga nokkuð úr kröfum frv. en að ætla að sigla því fullum seglum gegnum þingið. Hinsvegar mun engin hætta, að við bændurnir í n. firtumst við því, ef Alþingi óskar eindregið að ákveða styrki þessa hærri en við fórum fram á með till. okkar.