13.04.1931
Efri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (863)

5. mál, verðtollur

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Það er misskilningur hjá hæstv. fjmrh., að ég hafi látið í ljós nokkra tortryggni gagnvart gjaldheimtumönnum ríkissjóðs. En þetta fyrirferðarmikla bákn, ríkisendurskoðunin, er sett á stofn til að sjá um, að gjaldheimtumennirnir skili rétt af sér til ríkissjóðs og gjaldendurnir til þeirra. Hér hefir verið bent á, að þessi endurskoðun kemst ekki að að því er verðtollinn snertir. Er ekki meiri tortryggni að benda á þetta en láta endurskoða á öðrum sviðum.