20.03.1931
Neðri deild: 29. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í C-deild Alþingistíðinda. (874)

20. mál, búfjárrækt

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Hæstv. ráðh. þarf ég aðeins litlu að svara. Seinasta væða hans benti á, að ekki bæri eins mikið á milli hans og n. og í fljótu bragði virtist. Eftir því sem við ræðum málið lengur, vona ég, að ágreiningsatriðunum fækki. Og hvað því viðvíkur, sem hann sagði, að brtt. væru komnar frá öðrum nm. en mér, þá verð ég að segja, að ég er honum ósammála þar. Ég álit, að flestar brtt., sem við berum fram, bæti frv., og ég vil ekki láta taka frá mér þann heiður, sem ég sem einn af nm. á skilið. Ég skal taka það fram, að n. stendur að öllum eða flestöllum brtt., og meðan svo er, verður hún að bera ábyrgð á því, hvort þær líka betur eða verr, og ég skal ekki skorast undan þeim áfellisdómum, sem á mig kunna að falla.

Hv. þm. Dal. skal ég aðeins svara nokkrum orðum um það, hvað kostnaðinum viðvíkur. Í grg. er rækilega tekið fram, hver munur verður á útgjöldum samkvæmt þessu frv. og samkv. reglum þeim, sem nú gilda. En möguleikinn fyrir útgjöldum samkv. frv. þessu er svo svífandi, að ómögulegt er það segja það fyrirfram með nokkurri vissu, hver þau verða. Sumt eru heimildarlog, og í öðru lagi er ómögulegt að segja, hve fljótt kemur að því, að t. d. öll naut, stóðhestar eða hrútar, fái fyrstu verðlaun. Það yrðu tölur, sem aldrei yrði á að byggja. Þetta er undir því komið, hvaða framforum þetta tekur hjá þjóðinni. Við 3. umr. skal ég koma fram með yfirlit yfir, hverjum breyt. þetta getur valdið.

Hv. þm. Dal. spurðist fyrir um það,

að bústofnslánadeild Búnaðarbankans liði, og get ég þá svarað honum því, að deildin er enn ekki tekin til starfa, en ég vona, að það líði sem allra stytztur tími, þangað til það getur orðið.

Þá vil ég svara hv. þm. Barð. með fáeinum orðum. Hann var ekki allskostar ánægður með brtt. okkar við 7. gr. um það atriði, að sleppa af sveitarfélögunum nokkrum hluta kynbótakostnaðarins við nautgriparæktina og færa hann allan yfir á viðkomandi félag. Sú breyt., sem í þessu felst, er aðeins sú, að í staðinn fyrir að jafna kostnaðinum niður á alla gjaldendur hreppsins, er því hér jafnað öðruvísi niður, enda eðlilegast, að þeir, sem gripi eiga, beri þann kostnað, sem af starfseminni leiðir. Um hitt efast ég ekki, að náin samvinna getur orðið milli hreppsnefndarmanna og kynbótanefndarmanna. En ef hreppsbúum líkar ekki framkvæmd þessara manna, þá er þeim innan handar að skipta um stjórn.

Hvað viðvíkur till. um fjölgun sauðfjárræktarbúa, þá hefir n. komið sér saman um að taka allar brtt. sínar um það efni til baka til 3. umr.

Þar sem ráðunautar Búnaðarfélagsins hafa verið dregnir inn í þessar umr., þá skal ég geta þess, að þeir voru nánir samverkamenn okkar, og ég vissi ekki annað en að þeir væru samþykkir flestum brtt. Ég get sagt það eftir samtali við nautgriparæktarráðunaut, að hann taldi allar brtt. til bóta nema brtt. nr. 2.

Sé ég svo ekki ástæðu til að fjölyrða meira um þetta.