30.03.1931
Neðri deild: 37. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 478 í C-deild Alþingistíðinda. (888)

20. mál, búfjárrækt

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég verð að segja, að það er nokkuð rík krafa, ef hv. þm. ætlast til, að gerð sé áætlun um, hvern kostnað leiðir af þessu frv. um ófyrirsjáanlegan tíma. Ég tel á þessu stigi málsins nóg, ef lögð er fram áætlun um það, hve miklu kostnaðurinn nemi um fyrirsjáanlegan tíma, eða næsta ár. Þá verða lögin búin að sýna sig og þá koma dagar og þá koma ráð. Ég geri líka ráð fyrir því, að þessa löggjöf, eins og svo marga aðra, þurfi að endurskoða innan mjög langs tíma. En undir núverandi kringumstæðum er alger óþarfi að vera að gera spá um það, hvað kostnaðurinn geti orðið mestur, ef starfsemi sú, sem frv. gerir ráð fyrir, víkkar svo sem hún mest getur.