18.02.1931
Neðri deild: 3. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (902)

27. mál, kirkjur

Lárus Helgason:

Mér þykja þær ádeilur harla einkennilegar, sem nú er verið að hefja á stj. Ég er víst talinn einn af flokksmönnum stj. (ÓTh: Nema heima í héraði) og ekki hefi ég neitt frv. séð, fyrr en hér á þingi. Veit ég og ekki betur en að sú hafi verið venja til þessa, að þm. hafi ekki fengið stjfrv., fyrr en á þing var komið. Getur því ekki gefið neitt tilefni til að fara a5 deila á stj., og hlýtur að vera á misskilningi byggt.