12.03.1931
Neðri deild: 22. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 514 í C-deild Alþingistíðinda. (933)

27. mál, kirkjur

Halldór Stefánsson:

Ég skal gera nokkra grein fyrir atkv. mínu, áður en umr. er lokið. Ég get ekki fellt mig við 2. lið brtt. á þskj. 113, um það, að skylt sé að vátryggja kirkjur í Brunabótafél. Íslands, því að það félag vátryggir ekki nema 2/3 af vátryggingarverði húsanna, en hinsvegar er hægt í kaupstöðum að fá hús vátryggð fyrir öllu vátryggingarverði sínu. Ég mun greiða atkv. með þessum till. í því trausti, að breytingar verði gerðar á þessu þingi á lögunum um Brunabótafélagið.