14.08.1931
Neðri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (1175)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Halldór Stefánsson:

Það er eiginlega óþarfi fyrir mig að taka til máls, af því að hæstv. forsrh. hefir þegar tekið það fram, sem ástæða var til. Ég vildi þó leggja áherzlu á það, í sambandi við ummæli hv. 3. þm. Reykv., að það var ekki kosið um þetta mál við síðustu kosningar, og því getur hann ekkert um það sagt, hvort meiri hl. þjóðarinnar sé samþykkur þeirri skoðun, sem flokkur hans heldur fram. Það var ekki kosið um þetta mál eitt, heldur var þjóðin að kveða upp dóm sinn um gerðir stjórnarinnar síðasta kjörtímabilið.