14.08.1931
Neðri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (1191)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Magnús Jónsson:

Ég sagði ekkert um þessa 11 þm. á þessum umrædda fundi. Ég sagði ekkert um mína skoðun. Annars er það svo, að ég sé ekki annað en að hentugasta afgreiðsla málsins sé að samþ. stjórnarskrárbreyt. okkar, þar sem slegið er föstu, að flokkarnir fá þm. í hlutfalli við kjósendatöluna. Þá er bara búið að slá því föstu, að n. verði að starfa á þeim grundvelli.