21.07.1931
Neðri deild: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 991 í B-deild Alþingistíðinda. (1250)

40. mál, útflutningsgjald af síld o.fl.

Sveinn Ólafsson:

Út af niðurlagi ræðu hv. flm. vildi ég aðeins geta þess, að mér virðist þetta mál eiga heima miklu fremur í fjhn. en sjútvn. Í raun og veru gildir sama um tvö þeirra mála, sem á þessum fundi hafa verið afgr. til sjútvn. Þau eru að öllu í eðli sínu bæði fjhn.mál.

Ég geri því að minni till., að þetta frv. verði sent til fjhn., þar sem það eftir þingvenju á heima, eins og önnur tollamál og skatta, en ekki til sjútvn. Að öðru leyti ætla ég ekki að hlutast til um þetta frv. að sinni.