15.08.1931
Neðri deild: 30. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (1265)

180. mál, athugasemdir yfirskoðunarmanna landsreikningsins 1929

Magnús Jónsson:

Mér láðist að senda brtt. nógu snemma, svo að hún kæmist hingað í byrjun fundarins, en henni verður bráðlega útbýtt í deildinni. Ég er sem sé samþ. þessari till., en hallast þó frekar að till. hv. þm. V.-Húnv.; mér virðist sem það sé á ýmsan hátt réttara form á till. og vil því hallast að henni. Öllum er kunnugt, að þessar flokkanir geta orkað tvímælis, og þó fjmrh. sé bær um að gefa út opinberar skýrslur, þá getur þó enginn neitað því, að hann er oft og einatt nokkurskonar aðili málsins. Þetta getur orkað hinni mestu deilu og árásum á stjórnina um það, hvernig hagur ríkissjóðs sé og hversu miklar skuldirnar séu og allt stuðlar að því, að ráðh., sem verst, hafi eðlilega tilhneigingu til þess að láta flokka skuldirnar þannig, að það verði á þá leið, sem hans málstað er heppilegast. Ég vil minna á deiluna um það, hvernig flokka skyldi skuldir ríkissjóðs, og að ég hefi staðið á einum fundi í deilum um það, hvernig flokka skuli fé það, sem ríkissjóður hefir lagt sem stofnfé til Landsbankans, hvort Lb. ætti að standa straum af 3 millj., og aftur hefir því verið haldið fram, að það væri undir hælinn lagt, hvort ríkissjóður greiddi vexti, en hann ætti að annast afborganir. En flokkunin verður að vera svo glögg, að hún sé ekki véfengd, og ekki hægt að draga hana inn í landsmáladeilurnar. En nú er til ein stofnun, sem á að vera óhlutdrægur hæstiréttur, eg það er sjálf hagstofan Ef hagstofunni væri falin flokkunin, þá myndi það gera hana sterkari og öruggari. Ég hefi því miður ekki ræðu fjmrh. við fjárl. síðustu, en þar hafði hann látið hagstofuna flokka skuldir ríkissjóðs, og er það gott fordæmi að láta hagstofuna annast þetta. Þetta haggar annars engu í till., en er aðeins vatill. til frekara öryggis.