08.08.1931
Neðri deild: 24. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

55. mál, byggingar- og landnámssjóður

Steingrímur Steinþórsson:

Út af orðum hv. þm. Borgf. get ég tekið það fram, að það, að menn fari að greiða lánin fyrir umsaminn tíma, mun verða afarsjaldgæft. Þeir munu sjá, að með venjulegum sparisjóðsvöxtum fá þeir hærri vexti af fé sínu en þeir þurfa að greiða af lánum hjá byggingar- og landnámssjóði. En ef til þess kemur, þá hlýtur það að vera einungis til þess að geta selt eignina hærra verði en 9. gr. laganna um byggingar- og landnámssjóð heimilar. Þetta álít ég, að sé höfuðatriði í málinu, og legg því eindregið með því, að b-liðurinn verði samþ.