01.08.1931
Efri deild: 18. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í D-deild Alþingistíðinda. (1328)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Jón Baldvinsson:

Mér þætti æskilegt að fá að vita það fyrirfram, hvort eins færi á mánudaginn og nú, og þau mál, sem einhverju máli skipta, séu tekin af dagskrá vegna forfalla einstakra þm. Hefði ég vitað það fyrirfram, að þetta mál yrði tekið af dagskrá í dag, þá hefði ég ekki mætt á fundi, því að ég þurfti að fara úr bænum. Mér þykir ástæðulítið að vera að halda fundi á mánudaginn, ef ekki eru stórmál á dagskrá, eða þau aðeins sett þar til þess svo að vera tekin út aftur.