06.08.1931
Efri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (1406)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Einar Árnason:

Út af fyrirspurn hv. þm. Snæf. skal ég taka það fram, að ég gerði þetta með væntanlegt samþykki þingsins fyrir augum. Alþingi hefir tvisvar áður samþ. slíka ráðstöfun og stj. gekk út frá því, að þingið mundi halda sér við það framvegis. Fleiru þarf ég ekki að svara hv. þm. Snæf., og geri ég þó ráð fyrir, að hann hafi vitað þetta áður en hann hóf fyrirspurn sína.