22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í D-deild Alþingistíðinda. (1435)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Jakob Möller:

Í gildandi fjárl. er stj. heimilað að greiða þá dýrtíðaruppbót, sem felst í þessari þáltill., með því að laun embættismanna eru í fjárl. áætluð með 40% dýrtíðaruppbót. Stj. hefir því heimild til að greiða þessa uppbót, og er till. því óþörf. Hinsvegar þarf stj. heimildar með til þess að láta þetta vera. Þessi þáltill. er því hvatning til stj. um að greiða ekki dýrtíðaruppbótina. Mun ég því greiða atkv. móti henni.