22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í D-deild Alþingistíðinda. (1442)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Magnús Guðmundsson:

Í þessari till. er stj. heimilað að greiða hærri dýrtíðaruppbót til 30. sept. þ. á. en launalög gera ráð fyrir. Þá er sagt, að þetta nái einnig til stofnana ríkissjóðs, er greiða dýrtíðaruppbót á launum eftir sömu reglum og ríkissjóður, og loks, að það taki jafnframt til þeirra, er dýrtíðaruppbót fá á eftirlaun eða styrkj samkv. 18. gr. fjárl. En í gærkvöldi var samþ. viðbótartill. um það, að ef einhver starfsmaður ríkisins hafi 2500 kr. árslaun eða minna, þá sé stj. heimilt að láta hann njóta uppbótaraukans til ársloka 1931. Eftir þessu orðalagi sýnist mér mjög efa samt, að þeir, sem fá styrk eða eftirlaun samkv. 18. gr. fjárl, falli undir þessa undantekningu. En þar eð þessir menn hafa e. t. v. helzt þörf þessa uppbótarauka, vil ég spyrja hæstv. fjmrh., hvort þeir muni fá hann til ársloka. Annars held ég, að þessi till. í heild sé þýðingarlítil, að öðru leyti en því, að hún losar stj. við ábyrgð af því að hafa greitt hærri dýrtíðaruppbót en launalög mæla fyrir.