22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í D-deild Alþingistíðinda. (1443)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það er rétt hjá hv. 2. þm. Skagf., að till. sú, sem samþ. var í gær, er ekki ótvíræð um það, hvort eftirlaunamenn og aðrir 18.-greinarmenn komi inn undir ákvæðið. Til þess að það væri ótvírætt, hefði viðbótartill. átt að koma aftan við fyrsta málslið. Hv. þm. flytur skilaboð frá flm. till. um þann skilning, sem hann hafi lagt í þetta atriði. Vil ég því lýsa yfir því, í tilefni af fyrirspurn hv. þm., að þetta ákvæði mun verða framkvæmt samkv. þeim skilningi, sem hann lýsti, ef ekki verður hreyft mótmælum af hálfu þeirra manna, sem greiddu brtt. atkv.