21.07.1931
Efri deild: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1446)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Jakob Möller:

Ég ætla aðeins að segja nokkur orð út af aths. hæstv. fjmrh. við 18. gr. Veit ég ekki, hvort hægt er að véfengja það, að hægt sé að greiða þeim, er þar eru taldir, fulla dýrtíðaruppbót, en sé svo, þá hefir þetta líka verið óheimilt undanfarin ár. Fjmrh. reyndi ekki að mótmæla því, að laun og aðrar beinar fjárveitingar væri heimilt að greiða á þann hátt, sem hv. 1. landsk. benti á. Hefir enn ekkert það komið fram í umr. frá hæstv. forsrh., er styðji það, að stj. sé nauðsyn að fá samþ. þessa till., og skilst mér, að samþykkt hennar myndi einungis gera stj. erfiðara fyrir um framkvæmdir. Skilst mér, að hún vilji láta eftirlaunafólk í 18. gr. njóta uppbótarauka, en það væri útilokað, ef till. næði samþykki.