12.08.1931
Efri deild: 27. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1073 í B-deild Alþingistíðinda. (1478)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Það er misskilningur hjá hv. 2. landsk., að ég ætlist til þess, að starfsmenn við aðrar stofnanir, sem líkt stendur á um og tóbakseinkasöluna, ef hún verður lögleidd, fái nokkra aðra aðstöðu en ég vil, að forstöðumenn einkasölunnar fái. Ég hefi borið fram þessa brtt. við frv. af því, að það liggur nú hér fyrir, og ég hafði satt að segja haldið, að ef þessari grundvallarreglu yrði slegið fastri með umr. og atkvgr. um þetta frv., þá mundi að sjálfsögðu af því leiða, að hið sama yrði gert gildandi um aðrar stofnanir, þar sem líkt stendur á um, hvort sem þá þætti þurfa að setja þar um sérstaka löggjöf eða ekki. Hitt hefir verið fjarri minni hugsun að taka þessa einu starfsmenn út úr og gera þá á þessu sviði hliðstæða embættis- og sýslunarmönnum, en láta starfsmenn annara stofnana fá aðra aðstöðu.