19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1084 í B-deild Alþingistíðinda. (1492)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Héðinn Valdimarsson:

Ég á nú ekki sæti í neinni n., svo að mér kemur nú ekki þetta mál beint við. En þar sem þetta mál er búið að vera flokksmál í mörg ár, hygg ég, að það sé ekki hægt að búast við öðru áliti frá hv. fjhn. en eftir því, hvernig hún er skipuð af flokkum. Sjálfstæðismenn eru á móti einkasölu, en Framsókn er með henni, eða hefir þótzt vera það, að minnsta kosti, og ég skil ekki, að á því verði nein breyt. Þess vegna ætti þetta mál að ná fram að ganga nú.