19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1088 í B-deild Alþingistíðinda. (1498)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Forseti (JörB) [óyfirl.]:

Þessar umr. eru nú orðnar nokkuð langar, enda eru þær ekki um þingskapaatriði, og að ég ætla allóþarfar.

Ég skal geta þess, að það er fyrir ósk, að ég hefi tekið þetta mál á dagskrá. Og ég get ekki bæði orðið við tilmælum um að taka málið fyrir og svo hið gagnstæða. Ég get ekki fallizt á, að það standi eins á með þetta mál og næsta mál á undan, enda varð ég við tilmælum um að fresta því að taka það fyrir. En þar sem hér er að ræða um þaulrætt mál, sem legið hefir fyrir mörgum undanförnum þingum og þá verið margrætt, þá ætla ég nú, að allir geti játið sér lynda, að umr. sé haldið áfram og málið látið halda áfram gegnum þessa umr. (ÓTh: Nei, það er svo langt frá). Það getur þá aftur liðið lengri tími til 3. umr., svo hv. fjhn. gefist tækifæri til að athuga málið. Ég vona nú, að allir hv. dm. láti sér þetta lynda.

Getur ekki hv. 3. þm. Reykv. fallið frá orðinu? (HV: Má ég ekki bera af mér sakir?). Mér fannst ekki vera bornar neinar sakir á hv. þm. (HV: Er mér neitað um orðið?). Nei, en getur ekki hv. þm. fallið frá orðinu? (HV: Nei).