19.08.1931
Neðri deild: 33. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1089 í B-deild Alþingistíðinda. (1500)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Forseti (JörB) [óyfirl.]:

Ég vænti, að þessum umr. geti nú verið lokið. (ÓTh: Ég veit, að hæstv. forseti muni ekki meina mér að bera af mér sakir). Það er ekki að bera af sér sakir að bera sakir á aðra. Vill hv. þm. lofa því, að bera þá ekki sakir á aðra? (ÓTh: Mér er ómögulegt að lofa því; ég verða að vera mjög þungorður). Ja, ég vænti, að þessum umr. geti nú verið lokið. (ÓTh: Er mér neitað um orðið?). Nei, en hv. þm. má þá ekki bera sakir á aðra. (ÓTh: Ég vissi, að hæstv. forseti mundi sýna mér sanngirni og þakka honum fyrir og afsala mér orðinu).