22.08.1931
Sameinað þing: 6. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (1515)

14. mál, dýrtíðaruppbót

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég teldi gott, ef þessar umr. gætu nú farið að hætta, og sé ég, að öruggasta ráðið til þess mundi verða, að ég segði ekkert í þessari ræðu minni, enda skal svo verða, eða því sem næst. — Ég vil aðeins bæta því við nú, að ef rétt væri, að áætlunarupphæðirnar gæfu stj. heimild til að greiða þær að fullu, mundi það hafa verið áhugamál margra þm. undanfarið að berjast fyrir því, að þessar áætlunarupphæðir yrðu hafðar sem lægstar, til þess að hindra stj. í að eyða umfram nauðsyn. En slíkra hreyfinga hefir aldrei orðið vart hér í þinginu, enda hefir alltaf verið gengið út frá því, að um þessar áætlunarupphæðir færi eftir ákvæðum launalaganna, ef ekki væri neitt um það tiltekið á annan hátt, eins og t. d. með þál.