21.08.1931
Neðri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1132 í B-deild Alþingistíðinda. (1545)

18. mál, einkasala ríkisins á tóbaki og eldspýtum

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Hv. 3. þm. Reykv. sannaði, að þá jafnaðarmenn klæjar ennþá eftir sambúðina við Framsóknarflokkinn, enda er það ekkert að undra, því að svo mikill, ég vil ekki segja kláði, heldur óværð, féll þá á þá, að þeir misstu marga af sínum kjósendum. Þess vegna er það ekki heldur að undra, þótt þeir reyni nú að koma þessari óværð á okkur, þegar þeir eru búnir að búa svo lengi í einni sæng með Framsókn, en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu, því að þjóðin er nú farin að þekkja þá nokkuð.

Hv. þm. Barð. upplýsti deildina um það, að það lægi hegning við að stela. En mætti ég þá spyrja hann að því, hvort það sé ekki einnig hegningarvert að taka ófrjálsri hendi fé úr ríkissjóðnum, og það í eins ríkum mæli og hæstv. stj. hefir gert undanfarið. (BJ: Hvað er ófrjáls hönd? ÓTh: Hönd dómsmálaráðherrans. BJ: En hönd hv. þm. G.-K.?).