20.08.1931
Neðri deild: 34. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1166 í B-deild Alþingistíðinda. (1597)

27. mál, einkasala á síld

Vilmundur Jónsson:

Ég hygg, að þetta sé ekki eins hættulegt og hv . þm. Seyðf. heldur. Því að ef Alþýðusambandið, sem er fulltrúi bæði sjómanna og verkamanna, skipar þessa menn, þá verður því engin skotaskuld úr því að velja þá fulltrúa úr hópi sjómanna, sem vel er trúandi til að líta á hagsmuni beggja.