05.08.1931
Neðri deild: 21. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (1761)

56. mál, kartöflukjallari og markaðsskáli

Frsm. (Pétur Ottesen):

Ég hafði heyrt, að stj. væri eitthvað óánægð með orðalagið á 2. brtt. á þskj. 199, og við flm. hennar höfðum komið okkur saman um að taka þessa till. aftur. (MG: Það er bezt að taka till. aftur, svo hægt sé að taka málið til umr.). Ég ætla að gera það, svo framarlega sem ég fæ að ræða málið. ( Forsrh.: Það er allt annað mál. Mér er þá sama, þó málið sé tekið á dagskrá, fyrst till. er tekin aftur).