21.08.1931
Efri deild: 35. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í C-deild Alþingistíðinda. (1778)

56. mál, kartöflukjallari og markaðsskáli

Jón Baldvinsson:

Hv. 1. þm. Reykv. fann, að hann var að verða dálítið spaugilegur, þar sem hann varð svo móðgaður fyrir hönd þjóðleikhússins, að hann taldi það lítilsvirðingu við bygginguna, ef geymdar væru kartöflur í kjallaranum. og fór því að gera mér upp ástæðu til þess að koma fram með brtt.

Þá sagði hv. þm., að þó að það fælist engin heimild í frv. fyrir stj. til þess að leigja húsnæði í þessu skyni, þá gætu eigendurnir sjálfir leigt. Mér finnst leiða af því, að þeir gætu þá líka sjálfir byggt. Þetta frv. ætti þá að vera alveg óþarft og hin frjálsa samkeppni að taka þetta allt í sínar hendur. En nú er verið að reyna að „organisera“ söluna, vegna þess hvað seljendurnir eru dreifðir, og því er ríkisstj. falið að koma upp byggingu í þessu skyni, og til þess að flýta fyrir því, að þetta komist í framkvæmd. vil ég gefa ríkisstj. víðtækari heimild en felst í frv.