10.08.1931
Efri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (1848)

15. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Jón Baldvinsson:

Tvær fyrstu brtt. eru aðeins skýring á orðalagi frv. Ég get þó ekki skilið annað en að hin rétta meining felist í frvgr., en ekkert hefi ég á móti því, að þetta sé tekið enn skýrar fram, svo að það geti ekki orðið neinum vafa undirorpið.

Um þriðju brtt. er nokkuð öðru máli að gegna. Hún hefir nokkurn kostnað í för með sér, en þó ekki mikinn að vísu, og gerir í rauninni lítið til né frá. Mér þykir hv. flm. gera þó nokkuð lítið úr því, að menn fylgist með sölu fasteigna. Ég geri aftur á móti ráð fyrir því, að það sé ávallt vitað meðal kaupstaðar- eða þorpsbúa og kunnugt af auglýsingum og umtali, og sé því ekki þörf á þinglýsingu. Brtt. er þá þýðingarlítil, eins og ég tók fram áður, og legg ég ekkert sérstakt kapp á að fella hana.