22.07.1931
Efri deild: 7. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í C-deild Alþingistíðinda. (1941)

9. mál, brúargerðir

Jón Jónsson:

Það er merkilegt mál, sem hér liggur fyrir. Þó að við eigum ekki miklum manni að má fjárhagslega, Íslendingar, erum við þó komnir það áleiðis um brúargerðir, að búið er að tæma brúarl. frá 1919, og aðkallandi þörf fyrir setningu nýrra l. í þessu efni. Er þetta að sjálfsögðu gleðiefni, en hinsvegar þarf að ýmsu að hyggja um setningu hinna nýju brúarl., og þá ekki sízt að stilla svo til, að ekki verði teknar fleiri brýr upp í l. en hæfilegt má þykja og gjaldgeta þjóðarinnar leyfir. Er mér kunnugt um það frá þinginu í vetur, að vegamálastjóri taldi nauðsynlegt, að frv. væri samþ. óbreytt eins og það var borið fram af stj. Taldi hann, svo sem skiljanlegt er, erfitt að setja takmörk um það, hvar nema skyldi staðar, ef farið væri að breyta 1. á annað borð. Í fskj. vegamálastjóra við frv. í vetur gerir hann grein fyrir 70 brúm á sýsluvegum, sem nauðsynlegt sé, að komi hið fyrsta, og taldi hann, að erfitt mundi verða að ákveða, hverjar af þeim skyldi taka út úr og setja í brúarl., ef að því ráði væri hnigið á annað borð. Má og alltaf búast við togstreitu um slíka hluti, eins og þm. munu kannast við. Nú skal ég ekkert um það segja, hvort þessar brtt. hv. samgmn. eru gerðar í samráði við vegamálatjóra; má vel vera, að svo sé, og hann hafi þá breytt um skoðun í þessu efni frá því í vetur, en ósennilegt þykir mér það þó, ekki sízt fyrir þá sök, að í yfirliti vegamálastjóra um nauðsynlegustu brýr á sýsluvegum, því sem ég áður nefndi, er ekki minnzt á eina af þeim brúm, sem n. gerir till. um, að teknar verði upp í brúarl. (HSteins: Það hlýtur að vera af gleymsku). Það má vel vera, að svo sé, þó að ekki sé það trúlegt. En hvað sem nú um það má segja, álít ég það mjög vafasamt, hvort rétt sé að taka þessar brýr upp í brúar1., af því að ég er hræddur um, að með því séu l. sett í hættu. Það má gera ráð fyrir því, að fleiri brtt. komi á eftir, ef þessar verða samþ. Man ég það frá þinginu í vetur, að margir þm. lágu í samgmn. þá um að taka nýjar brýr upp í l., en okkur samgmnm., sem þá vorum, og ekki sízt vegamálastjóra og atvmrh., þótti þjóð og þingi settur það víður verkhringur með l. eins og þau voru, að ekki mætti þar við auka. Vænti ég þess, að hv. d. taki þetta til athugunar. — Þá þætti mér og gott, ef hv. n. vildi upplýsa það, hvort hér er um stórfljót að ræða, því að undir þessum lið brúarl., 2. gr. A. III., sem n. leggur til, að þessar brýr verði felldar inn i, er aðeins gert ráð fyrir svo stórum brúm, að þær séu ofviða einstökum héruðum.