06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (197)

1. mál, fjárlög 1932

Forseti (JörB):

Mér finnst æskilegra, að till. hefði verið með öðru sniði. Hún hljóðar þannig: „Við 20. gr. Út. V. Aftan við orðið „Menningarsjóð“ kemur: að því tilskildu, að Guðbrandur Jónsson rithöfundur hafi á hendi gæzlu listasafnsins með a. m. k. 2500 kr. launum auk verðstuðulsuppbótar“. Þetta er einkennileg framsetning. En þar sem óskað hefir verið forsetaúrskurðar, get ég ekki komizt hjá því að láta í ljós álit mitt á þessu máli.

Brtt. á þskj. 183,LXII fer fram á að verja fé úr Menningarsjóði til annara hluta en fyrirmæli laga um sjóðinn, nr. 54, 7. maí 1928, heimila, samkv. skýlausum ákvæðum 2. gr. um það, hvernig tekjum sjóðsins skuli varið, sbr. og 1. gr. l. nr. 7, 12. apríl s. á., sem ákveður, að þóknun fyrir störf menntamálaráðs, sem m. a. hefir á hendi stjórn Menningarsjóðs, skuli ákveðin í fjárl., en annar nauðsynlegur kostnaður greiðist af skrifstofufé stjórnarráðsins. Með fjárlagaákvæði einu saman tel ég ekki unnt að gera breyt. á tæmandi fyrirmælum annara laga um það, hvernig farið skuli með tekjur sjóðsins, og úrskurða ég því, að brtt. eins og hún liggur fyrir geti ekki komið undir atkv.