23.07.1931
Neðri deild: 10. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (2000)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Þetta frv. hefir legið fyrir undanförnum þingum og verið rætt allmikið á þeim. Á síðasta þingi féll það með jöfnum atkv. í Nd. Ég vænti þess, að hv. d. sé nú svo samsett, að þetta mál nái nú fram að ganga. Nauðsyn þess, að Skildinganes sameinist Reykjavík verður alltaf meiri og meiri. Og áskoranir þær, sem borizt hafa frá Skildinganesbúum, sýna, að meiri hl. þeirra er með málinu, og þeir, sem á móti eru, eru þeir einir, sem þar eiga stórar landeignir.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta frv. við þessa umr. Óska eftir því, að því verði vísað til 2. umr. og allshn.