08.08.1931
Efri deild: 24. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (2030)

9. mál, brúargerðir

Magnús Torfason:

Ég var ekki að núa hv. frsm. því um nasir, að hann hefði ekki minnzt á Kálfárbrúna, en ég bjóst satt að segja við því, að hann, þar sem einn nefndarmaður átti í hlut, minntist frekar á hana en þær brýr, sem utannefndarmenn bera fram.

Hvað áliti vegamálastjóra viðvíkur, þá er það að segja, að hann er því meðmæltur, að þarna eigi að koma brú og að vegur yrði gerður að brúarstæðinu. Nú er ákveðið að færa veginn, og við það fengist miklu betri vetrarvegur, en það er nauðsynlegt fyrir þá menn, sem hafa mjólk að flytja til rjómabúanna, að geta notað veginn og brúna jafnt vetur sem sumar.