07.08.1931
Neðri deild: 23. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í B-deild Alþingistíðinda. (2042)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Ólafur Thors:

Ég ætla ekki að orðlengja mikið um þetta mál. Ég tel brtt., sem fram hafa komið á þskj. 166 og á þskj. 181, til bóta. Og sama má segja um till. hv. 2. þm. Reykv. á þskj. 165. Ég álít Reykjavíkurbæ rétt og heimilt og skylt að kaupa vatnsveitu Skildinganess, ef úr sameiningunni verður. Hv. 2. þm. Reykv. gat þess, að hann vissi ekki um önnur mannvirki, sem þyrfti að bæta fyrir, en ef þau væru einhver, þá myndi Rvík bæta þau. Það gleður mig að heyra, að flm. skuli ætlast til þess, að fullar bætur komi fyrir tjón það, sem sýslan og hreppurinn verða fyrir. Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir því, að þeir menn, sem mér finnst að sýni hér ekki full, sanngirni, vilja þó sýna sanngirni með því að bera fram þessar brtt. um það, að hreppurinn fái bætur fyrir tjón það, sem hann verður fyrir.