17.08.1931
Efri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1261 í B-deild Alþingistíðinda. (2063)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Magnús Torfason:

Það hefir nú atvikazt svo, að ég hefi ekki náð samtali af hv. meðnefndarmönnum mínum. Hæstv. forseta mun það kunnugt, að hv. 2. þm. Eyf. var frsm. fjárl. á laugardaginn og hafði víst nóg að gera að hugsa um það starf, þó að hann sæti ekki á nefndarfundi með okkur. En mín orð ber alls ekki að skoða sem nein tilmæli um, að málið sé tekið af dagskrá. Ég fyrir mitt leyti legði það alveg undir atkv. þeirra, sem næst standa málinu, hv. 1. þm. Reykv. og hv. 2. landsk.