20.07.1931
Neðri deild: 5. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í C-deild Alþingistíðinda. (2093)

22. mál, Jöfnunarsjóður

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Það er nokkuð til í því, sem hv. 4. þm. Reykv. segir, ef gert er ráð fyrir því, að stj. hafi alls enga hugmynd um fjárhag ríkisins fyrr en reikningar eru gerðir. En ég býst ekki við, að slíkt komi til mála; í það minnsta vildi ég óska þess, að Ísland þyrfti aldrei að búa við slíka valdhafa. Hv. 4. þm. Reykv. hélt því fram, að þessi greiðsla væri einstök í sinni röð, þar eð hún yrði fyrst greidd er uppgerð hefði farið fram, en ég vil benda honum á það, að tala samskonar gjalda myndi nema legið, ef öll væru talin, en sem staðið hefir verið fyllilega í skilum með.