11.08.1931
Efri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (217)

1. mál, fjárlög 1932

Jón Baldvinsson:

Hæstv. forsrh. er nú farinn úr d., en ég þurfti dálítið við hann að tala. Mér er full alvara um það að vita stj. fyrir það að nota opinbert fé til þess að gefa út slíkt rit sem „Verkin tala“. Get ég tekið það fram, að ég tek ekkert aftur af því, sem ég sagði um þetta mál.

Þá vil ég víkja fáum orðum að hv. 1. og hv. 3. landsk. Virtist hv. 1. landsk. þakka hv. 3. landsk. yfirlýsingu hans í þessu máli. Ég er þar á gagnstæðri skoðun við hv. 1. landsk. Tel ég orð hv. 3. landsk. frekju eina, þau eru hv. l. landsk. þakkaði honum. Hv. 3. landsk. sagðist vera óánægður með skýrsluna, fannst e. t v. ekki nóg hlutdrægnin í henni. Kvað hann þjóðinni gott að fá slíkar skýrslur við og við og virtist vera að ýta undir stj. um að gefa út fleiri slíkar, e. t. v. enn verri. Er það síður en svo, að ég þakki hv. 3. landsk. þá óákveðnu yfirlýsingu, að hann sé óánægður með ýmislegt í ritinu. Ég vil engan veginn ýta undir stj. að gefa út meira af slíku og teldi það óforsvaranlegt, ef hún gerði það.

Hv. 1. landsk. Loðaði síðar brtt. við fjárl. um að gefa út leiðréttingu við ritið. Verður þá að taka af stj. að semja leiðréttinguna, því að ef hún gerir þetta, getur leiðréttingin orðið þannig, að varhugavert sé að veita stj. fé til slíks, og væri þá síðari villan verri hinni fyrri. Get ég ekki greitt slíku atkv. Mætti e. t. v. láta hagstofuna gefa leiðréttinguna út, en hún heyrir undir stj., og er hætt við því, að eins mundi fara fyrir það.