23.07.1931
Neðri deild: 10. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (2208)

63. mál, útsvör

Magnús Guðmundsson:

Ég er ekki viðriðinn þetta frv., en vil þó lýsa yfir því nú þegar, að mér lízt ekki vel á það, og skal rökstyðja það viðhorf mitt með nokkrum orðum.

Ég lít svo á, að hér sé farið inn á stefnu, sem fordæmd hefir verið áður hér í þinginu, með því að seilast til að leggja útsvör á menn annarsstaðar en þar, sem heimili þeirra er. Það þótti ljóður á þeim lögum, sem giltu um þetta efni til 1926, hvað menn voru eltir með álagningu útsvars utan heimilissveitar, en í því efni þóttu þó lögin fyrir Rvík frá 1924 kasta tólfunum, og því var löggjöfin um útsvör endurskoðuð. Ég vildi skjóta því til þeirrar n., sem um mál þetta fjallar, að athuga það gaumgæfilega, áður en hún leggur það til, að það sé samþ. og þar með haldið aftur inn á þá braut, sem horfið var frá og fordæmd 1926.