23.07.1931
Neðri deild: 10. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í C-deild Alþingistíðinda. (2216)

68. mál, þingsköp Alþingis

Flm. (Magnús Jónsson):

Ég vil þakka hv. deild fyrir það, að ég sé bókað, að vísað er til 2. umr. og nefndar frv., sem ég bar hér fram, en gat vegna fjarvistar ekki mælt fyrir.

Þetta frv. er um svipað efni að því leyti, að það snertir iðnaðinn og fer fram á það, að skipuð sé sérstök fastanefnd, er fari með þau mál, er iðnað varða. Mál þetta er svo einfalt, að ég þarf ekki að hafa langa framsögu. Það er ljóst, að iðnaður er atvinnugrein, sem alltaf er að vaxa, og væri því gott að hafa sérstaka nefnd til þess að fjalla um till. þess efnis. Óska ég svo, að þessu máli verði vísað til 2. umr. og allshn.