10.08.1931
Neðri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í C-deild Alþingistíðinda. (2355)

170. mál, ráðstafanir vegna atvinnukreppunnar

Lárus Helgason:

Ég sé ekki, að það sé nein vissa, þótt kosin sé ný nefnd, að hún vinni betur en fjhn. Ég geri ráð fyrir, að það sé meiningin að kjósa menn í hv. deild; og það eru þá menn, sem eru hlaðnir störfum. og ég sé ekki, að það komi fram neinir nýir kraftar með sérstakri nefndarskipun.