17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í C-deild Alþingistíðinda. (2390)

38. mál, vegalög

Jón Auðunn Jónsson:

Form. samgmn. var ekki viðstaddur við 1. umr. þessa máls, að því er ég held; en það er venja að vísa svona málum til samgmn.

n. hefir ekki skilað áliti um mál það, sem vísað var til hennar á síðasta þingi, er eðlilegt. Ef málinu er ekki vísað til hennar á þessu þingi, getur hún ekki tekið afstöðu til þess.

Annars er erfitt að taka ákvörðun um það mál, sem fyrir liggur, fyrr en búið er að fá till. allra hlutaðeigandi héraða um það. Mér finnst allar þessar till. á þskj. 282 vera þannig, að þeim liggi ekki mjög á. Flestir þeir vegir, sem Ed. hefir lagt til, að teknir verði inn á vegalög, eru skemmtiferðafólksvegir, en flutningavegir eru færri. Annars vil ég að svo stöddu engan dóm leggja á málið.