17.08.1931
Neðri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í C-deild Alþingistíðinda. (2391)

38. mál, vegalög

Pétur Ottesen:

Menn hafa nú heyrt tóninn í samgmn.manni þessum, og er það auðheyrt, að n. vill aðeins fá málið til að svæfa það og koma því þannig fyrir kattarnef. Hv. þm. talaði um, að vegir þeir, sem um ræðir, væru einungis skemmtiferðavegir. En þetta er mesti misskilningur. Þetta eru einmitt vegir, sem liggja um stór og þéttbýl héruð og eru á hinum lengri samgönguleiðum. Er hitt tilbúningur einn hjá hv. þm. N.-Ísf. Þetta eru fyrst og fremst innanhéraðsvegir. Vænti ég þess, að síðari ræða hv. þm. sé næg áherzla til deildarinnar um það, að hún sjái, hvað gera ber við svona till.